Fréttir og tilkynningar

Rannsakar breska háskólakórahefð í Oxford 29. ágúst 2016

Rannsakar breska háskólakórahefð í Oxford

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, forseti félagsvísindadeildar við Háskólann á Bifröst, hlaut styrk til eins árs rannsóknarstarfa við Oxford-háskóla og verður því búsett þar í borg skólaárið 2016-2017. Rannsóknarverkefn hennar snýr að tónlistarhefð og tónlistarstarfi innan veggja háskólans með sérstakri áherslu á sögu, hefðir og menningarpólitísk álitamál.

Lesa meira
Ný bók Dr. Ágústs Einarssonar um sjávarútveg 25. ágúst 2016

Ný bók Dr. Ágústs Einarssonar um sjávarútveg

Bókin Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi eftir Dr. Ágúst Einarsson, prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans, er fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku sem kemur út hérlendis. Í bókinni er fjallað um sjávarútveg frá fjölmörgum sjónarhornum og er bókin tæpar 400 bls.

Lesa meira
Anna Ólöf (t.h.) er einn stofnenda fyrirtækisins Asco Har­vester, sem var eitt sex frum­kvöðlafyr­ir­tækja sem nýverið hlutu styrk úr Frum­kvöðlasjóði Íslands­banka. 22. ágúst 2016

Máttur kvenna var drifkrafturinn

Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Námið er haldið innan símenntunar Háskólans á Bifröst og er þetta í 13. sinn sem námið er í boði við háskólann. Máttur kvenna hefur átt miklum vinsældum að fagna og hafa nú um 800 konur útskrifast úr náminu.

Lesa meira
Nýnemadagar Háskólans á Bifröst 16. ágúst 2016

Nýnemadagar Háskólans á Bifröst

Nýnemadagar Háskólans á Bifröst eru framundan og hefjast fimmtudaginn 18. ágúst næstkomandi. Þá taka kennarar og starfsmenn á móti nýnemum og kynna námið og aðstöðuna á Bifröst. Nemendafélag háskólans sér einnig um dagskrá fyrir nýnema.

Lesa meira
Leiðtogar framtíðarinnar sækja alþjóðlegan sumarskóla við Háskólann á Bifröst 9. ágúst 2016

Leiðtogar framtíðarinnar sækja alþjóðlegan sumarskóla við Háskólann á Bifröst

Alþjóðlegur sumarskóli var haldinn í fyrsta sinn við Háskólann á Bifröst nú í júlí undir yfirskriftinni Skapandi forysta á 21. öldinni. Tilgangur skólans er að undirbúa og þjálfa leiðtoga framtíðarinnar undir þær áskoranir sem þeirra bíða í sífellt meira krefjandi heimi.

Lesa meira
Lektor á lögfræðisviði heldur erindi við Fordham háskóla 6. júlí 2016

Lektor á lögfræðisviði heldur erindi við Fordham háskóla

Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor við lögfræðisvið Háskólans á Bifröst, mun halda erindi á ILEC, alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður í Fordham háskóla í New York,nú í byrjun júlí.

Lesa meira
Útskriftarhópur heimsækir gamlar námsslóðir á Bifröst 1. júlí 2016

Útskriftarhópur heimsækir gamlar námsslóðir á Bifröst

Rúmlega 30 manna hópur, sem útskrifaðist frá Bifröst fyrir 40 árum síðan, kom saman og gerði sér glaðan dag á sínum gömlu námsslóðum nú í vor. Það var Þórir Páll Guðjónsson, kennari og verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst, sem tók á móti hópnum og leiddi í gegnum þorpið.

Lesa meira
Sápuboltinn haldinn með stæl 28. júní 2016

Sápuboltinn haldinn með stæl

Hinn árlegi Sápubolti, á vegum Nemendafélagsins við Háskólann á Bifröst, var haldinn síðastliðna helgina. Í sápubolta reynir á jafnvægið en þar er er fótbolti spilaður á plastdúk sem á er volgt vatn og sápa.

Lesa meira
Lektor á lögfræðisviði flytur erindi á breskri lögfræði ráðstefnu 27. júní 2016

Lektor á lögfræðisviði flytur erindi á breskri lögfræði ráðstefnu

Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor á lögfræðisviði Háskólans á Bifröst, flutti nýverið erindi á árlegri Janders Dean Horizons ráðstefnunni í London. Ráðstefnan í ár einblíndi á nýjungar í lögfræðiþjónustu og hvernig mætti veita þátttakendum innblástur til að innleiða nýjan hugsunarhátt í sínu starfi og innan síns fyrirtækis.

Lesa meira