28. nóvember 2016

Lögfræðimenntun í takt við samfélagsþróun

Háskólinn á Bifröst býður hagnýtt og krefjandi MBL nám í viðskiptalögfræði sem hefst í janúar 2017. Námið er hið eina sinnar tegundar á Íslandi en MBL stendur fyrir Master in Business Law. 

Soffía Eydís Björgvinsdóttir, lögfræðingur og einn eigenda KPMG, er stundakennari við lagadeild Háskólans á Bifröst. Soffía kennir skattlagningu og skattaumhverfi fyrirtækja og alþjóðlegan skattarétt í MBL náminu.

„Það er gulls ígildi fyrir atvinnulífið þegar lögfræðingar hafa góða innsýn og þekkingu á helstu áskorunum í rekstri fyrirtækja, skattumhverfi þeirra og því regluverki sem fara ber eftir. Reynsla og þekking á viðskiptalífinu er mikilvægur eiginleiki allra lögfræðinga í nútímasamfélagi. Eigendur og stjórnendur fyrirtækja þurfa að geta reitt sig á að lögfræðimenntun sé í takt við samfélagsþróun og þær kröfur sem gerðar eru hjá vel reknum fyrirtækjum,“ segir Soffía. 

MBL nám í viðskiptalögfræði er 90 einingar en auk þess verður áfram í boði sérhæfð 120 eininga ML gráða í viðskiptalögfræði. Samhliða MBL náminu verður boðið upp á þrjár diplómur, sem eru styttri námsleiðir af afmörkuðum sviðum viðskiptalögfræðinnar. Um er að ræða 30 eininga námsleiðir, þ.e. diplóma í fyrirtækjalögfræði, diplóma í samningatækni og sáttamiðlun og loks diplóma í skattarétti sem hefst næsta haust. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta