Gæðadagur Háskólans á Bifröst undirstrikar að gæðamál háskóla eru í stöðugri þróun
Gæðadagur Háskólans á Bifröst var haldinn nú í vikunni. Fyrirlestrar um næstu skref í gæðamálum íslenskra háskóla vógu þungt í dagskránni auk umfjöllunar um gæðaverkefni sem Háskólinn á Bifröst beitir sér fyrir um þessar mundir. Ólafur Ísleifsson, gæðastjóri Háskólans á Bifröst, segir daginn mikilvægt nýmæli í gæðastarfi Háskólans á Bifröst.
Á gæðadeginum fór rektor yfir helstu verkefni sem unnið er að til að auka gæði náms og kennslu og prófgráða sem skólinn veitir og gæðastjóri kynnti breytingar á gæðahandbók skólans. Þá kynnti Magnús Diðrik Baldursson gæðastjóri Háskóla Íslands, breytingar á handbók Gæðaráðs íslenskra háskóla til undirbúnings næstu lotu úttekta á skólunum og Sigurður Óli Sigurðsson, sérfræðingur hjá Rannís, kynnti áform Gæðaráðsins um úttektir á rannsóknastarfi háskólanna.
„Fjörlegar umræður urðu um þennan þátt í dagskránni og dagurinn tókst vel að öllu leyti. Gæðadagurinn undirstrikar að gæðamál háskóla eru í stöðugri þróun og þurfa að vera hluti af skólamenningunni eins og rektor komst að orði í framsögu sinni,“ segir Ólafur.
Á myndinni má sjá Sigurð Óla Sigurðsson, sérfræðing hjá Rannís.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta