Kynning á Gullegginu 2017
Háskólinn á Bifröst er þátttakandi í Gullegginu og var nýverið haldin kynning við Háskólann á Bifröst á Gullegginu 2017. Það er Icelandic Startups sem stendur fyrir hinni árlegu frumkvöðlakeppni en meginmarkmið hennar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja.
Umgjörð keppninnar verður óvenju vegleg í ár en þetta er í tíunda sinn sem Gulleggið er haldið.
Sem fyrr munu nemendur frá Háskólanum á Bifröst sitja í verkefnastjórn Gulleggsins sem vinnur að skipulagningu keppninnar í samvinnu við verkefnastjóra. Í því felst m.a. skipulagning viðburða, markaðssetning á keppninni og efnisgerð markaðsefnis. Nemendur öðlast því mikilvæga reynslu með þessu starfi.
Á meðal fyrirtækja sem hafa tekið þátt í Gullegginu í gegnum tíðina eru Clara, Meniga, Karolina Fund, Remake Electric, Nude Magazine, Litla gula hænan, Videntifier, Pink Iceland, Betri Svefn, Gracipe og Eski Tech svo einhver séu nefnd. Allar nánari upplýsingar um Gulleggið er að finna hér
Á myndinni má sjá Eddu Konráðsdóttur, verkefnastjóra Gulleggsins, og Vilhjálm Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta