Hagsmunir nemenda í forgangi 11. nóvember 2016

Hagsmunir nemenda í forgangi

Rektorar allra íslensku háskólanna skora á verðandi ríkisstjórn og nýkjörna þingmenn að hækka framlög til háskólanna að lágmarki um tvo milljarða króna árlega á næstu árum.

Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir undirfjármögnun háskólakerfisins hafa bitnað á Háskólanum á Bifröst eins og öðrum háskólum.  

„Á sama tíma og sjálft skólastarfið hefur verið í mikilli sókn er mikil glíma við að ná endum saman í rekstrinum og erfiðar ákvarðanir framundan ef engin stefnubreyting verður hjá stjórnvöldum.  Háskólinn á Bifröst mun gæta þess að nám og kennsla og allt það sem snýr beint að hagsmunum nemenda hafi algjöran forgang á þeirri vegferð sem ný ríkisstjórn og Alþingi velja skólanum,“ segir Vilhjálmur

Í yfirlýsingu rektora til stjórnvalda segir m.a. að

„Mikilvægt er að ný ríkisstjórn geri sem fyrst áætlun um hækkun fjárframlaga til háskólastigsins sem er í takt við stefnu stjórnvalda í flestum nágrannaríkja okkar. Slíkt felur í sér fjárfestingu í velsæld, atvinnutækifærum og í framtíð landsins.“

Lesa má yfirlýsinguna í heild sinni í frétt Ríkisútvarpsins hér

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta