4. nóvember 2016

Aukin áhersla á góða leiðtoga í nýafstöðnum kosningum

Sigurður Ragnarsson, forseti Viðskiptadeildar, var í viðtali á Bylgjunni í Reykjavík síðdegis og ræddi um forystu og leiðtogafræði í tengslum við nýafstaðnar kosningar. Komið er inná margt í viðtalinu, m.a. er rætt um Bjarna Benediktsson og Katrínu Jakobsdóttur og almennt um hvað sé góður leiðtogi. Hlusta má á viðtalið hér

Leiðtogafræði er í aðalhlutverki í meistaranámi í forystu og stjórnun sem kennt er við viðskiptadeild og hefur notið mikilla vinsælda síðastliðin ár. Meginmarkmið námsins er að efla og þróa fólk fyrir forystustörf í atvinnulífi og samfélagi, með sjónarmið sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar að leiðarljósi. Nálgast má frekari upplýsingar um námið hér

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta