Fréttir og tilkynningar

Útskrift nemenda í beinni útsendingu 17. febrúar 2017

Útskrift nemenda í beinni útsendingu

Háskólinn á Bifröst nýtir sér framsækna fjarkennslutækni sína við útskrift nemenda á morgun, laugardaginn 18. febrúar, en útskriftin verður send út á Facebook Live.

Lesa meira
Starfsnám sameinaði áhuga á óperuforminu og nýsköpun 15. febrúar 2017

Starfsnám sameinaði áhuga á óperuforminu og nýsköpun

Jóhanna Kristín Jónsdóttir, nemandi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, vann að Óperudögum í Kópavogi sumarið 2016 í sínu starfsnámi. Jóhanna Kristín segir að vel hafi verið tekið í sínar hugmyndir og starfsnámið hafi sameinað áhuga hennar á óperuforminu annars vegar og nýsköpun hins vegar. Tilgangur hátíðarinnar var að skapa vettvang fyrir unga óperusöngvara auk þess að færa óperuformið út í nærsamfélagið.

Lesa meira
Nemendur í fjölmiðlafærni heimsækja ólíka miðla 13. febrúar 2017

Nemendur í fjölmiðlafærni heimsækja ólíka miðla

Samhliða því að boðnar voru nýjar námsleiðir við Háskólann á Bifröst eins og Miðlun og almannatengsl og Byltingafræði var ákveðið að tengja námið enn betur þjóðfélagsumræðunni með námskeiði í Fjölmiðlafærni. Það er fjölmiðlakonan þjóðþekkta Sigríður Arnardóttir, eða Sirrý, sem kennir námskeiðið.

Lesa meira
Þjónustustjóri óskast 13. febrúar 2017

Þjónustustjóri óskast

Þjónustustjóri Háskólans á Bifröst er í lykilhlutverki í móttöku skólans, tekur á móti erindum og sinnir upplýsingagjöf. Hann starfar á kennslusviði skólans.

Lesa meira
Máttur kvenna í Tansaníu í þriðja sinn 10. febrúar 2017

Máttur kvenna í Tansaníu í þriðja sinn

Máttur kvenna var haldið í þriðja sinn í Bashay, þorpi í norðurhluta Tansaníu, dagana 23. janúar – 2. febrúar síðastliðinn og tóku um tuttugu konur virkan þátt í námskeiðinu. Námskeiðið er á vegum samtakanna Women Power en er haldið í nánu samstarfi við Háskólann á Bifröst sem hefur lagt til kennara öll árin sem það hefur verið kennt.

Lesa meira
Feðraveldið og loftslagsbreytingar 8. febrúar 2017

Feðraveldið og loftslagsbreytingar

Hafa loftslagssbreytingar eitthvað með feðraveldið að gera? Þetta er meðal þess sem Dr. Auður H Ingólfsdóttir, lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst, mun ræða um á fyrirlestri í Háskóla Íslands, föstudaginn 10. febrúar nk. Fyrirlesturinn fer fram í Odda, stofu 101, kl. 12:00-13:00.

Lesa meira
Skrifað undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu 24. janúar 2017

Skrifað undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu

Háskólinn á Bifröst skrifaði undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu þann 10.janúar í Háskólanum í Reykjavík ásamt yfir 250 öðrum fyrirtækjum og stofununum. Brynjar Þór Þorsteinsson aðjúnkt við Viðskiptadeild og fulltrúi skólans í íslenska ferðaklasanum skrifaði undir fyrir hönd skólans.

Lesa meira
Háskólinn á Bifröst áfram í góðri sókn á nýju ári 13. janúar 2017

Háskólinn á Bifröst áfram í góðri sókn á nýju ári

Nýtt ár fer vel af stað við Háskólann á Bifröst en nærri 40 nýir nemendur hófu þar skólagöngu nú í janúar. Flestir hófu nám í grunn- og meistaranámi eða 34 en aðrir byrjuðu annars vegar í Háskólagátt og hins vegar í opnu námi. Er þetta þriðja árið í röð sem tiltölulega stór hópur kemur inn í skólann á vorönn og hafa þeir verið stærri en áður tíðkaðist á vorönn.

Lesa meira
Law Without Walls víkkar sjóndeildarhringinn 11. janúar 2017

Law Without Walls víkkar sjóndeildarhringinn

Lagadeild Háskólans á Bifröst hefur undanfarin ár tekið þátt í Law Without Walls, sem er samstarfsverkefni margra virtustu lagadeilda í heimi, eins og Harvard, Stanford University og University of Miami. Að þessi sinni er það laganeminn Hallgrímur Tómasson sem tekur þátt í verkefninu fyrir hönd háskólans.

Lesa meira