Háskólanám í takt við samfélagsbreytingar 15. júní 2017

Háskólanám í takt við samfélagsbreytingar

Sigurður Ragnarsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst, ritar grein um menntamál í Fréttablaðið í dag. Sigurður spáir þar hröðum framförum í menntamálum næstu áratugi með aukinni tækni og breyttum lífsstíl fólks. Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi og er breyttum kröfum í samfélaginu mætt með að bjóða allt nám við háskólann í fjarnámi.
 
Þannig mæta forsvarsmenn háskólans breyttum kröfum í samfélaginu þannig að fólk geti t.a.m. stundað nám með vinnu og á þeim stað og tíma sem þeim hentar. Um leið er fullkomin tækni nýtt til að koma framsæknu og hagnýtu námsefni á framfæri.
 
„Við stöndum stöðugt frammi fyrir nýjum viðfangsefnum í tilverunni sem þarf að leysa og nám þarf að taka mið af því. Störf hverfa en önnur koma í staðinn, lífsstíll fólks breytist, og samkeppnisumhverfið er kvikt og kallar stöðugt á nýja þekkingu og færni.“ Segir Sigurður m.a. í grein sinni en hana má nálgast í heild hér.
 
Umsóknarfrestur í BA og BS nám og Háskólagátt við Háskólann á Bifröst er til 15. júní. Kynntu þér málið hér.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta