Útskrift úr Mætti kvenna á Bifröst og í Vestmannaeyjum 2. júní 2017

Útskrift úr Mætti kvenna á Bifröst og í Vestmannaeyjum

Útskrift úr Mætti kvenna fór fram þann 18 maí á Bifröst og 19. maí í Vestmannaeyjum. Útskrifuðust 8 konur frá Bifröst og 10 í Vestmannaeyjum en þetta er í fyrsta sinn sem útskrifað er úr námskeiðinu þaðan. Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja og var þetta í 14. sinn sem námið er í boði við háskólann. Máttur kvenna hefur átt miklum vinsældum að fagna og hafa nú rúmlega 900 konur útskrifast úr náminu.

 „Helstu verðmæti námskeiðsins er sjálfstyrking og persónulegur árangur kvennanna. Þær mynda með sér þétt tengslanet og ég veit t.a.m. að þær konur sem útskrifuðust úr fyrstu námskeiðunum hjá okkur halda enn sambandi. Það eru engin inntökuskilyrði í Mátt kvenna, fyrir utan það að vera kona, en hjá okkur hafa verið allt frá konum sem hafa lokið grunnskólaprófi yfir í konur sem  hafa lokið meistaranámi,“ segir Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, sviðsstjóri annarrar menntastarfsemi.

Kennsla fer fram í fjarnámi en að auki eru kennslustundir á vinnulotum þar sem lögð er áhersla á hópavinnu nemenda. Þá eru haldnar vinnuhelgar á Bifröst í upphafi og um miðbik námsins en náminu lýkur með formlegri útskrift. Næsta námskeið hefst 15. september næstkomandi og má nálgast allar helstu upplýsingar um námskeiðið hér .

IFrame

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta