Skrifað undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu
Háskólinn á Bifröst skrifaði undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu þann 10.janúar í Háskólanum í Reykjavík ásamt yfir 250 öðrum fyrirtækjum og stofununum. Brynjar Þór Þorsteinsson, aðjúnkt við Viðskiptadeild og fulltrúi skólans í íslenska ferðaklasanum, skrifaði undir fyrir hönd skólans.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, er verndari verkefnisins og flutti hann ávarp þar sem hann sagðist m.a. fagna því að þessir aðilar kæmu saman og lýstu yfir stuðningi við ábyrga ferðaþjónustu í landinu, að frumkvæði Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og Íslenska ferðaklasans. „Mér er það heiður og ánægja að gerast verndari þessa verkefnis,“ sagði Guðni.
Háskólinn á Bifröst stuðlar að ábyrgri ferðaþjónustu með ýmsum hætti t.a.m. með kennslu í viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu sem miðlar þekkingu til fólks sem starfar í ferðaþjónustu. Þá hefur íslensk ferðaþjónusta verið rannsökuð talsvert innan Háskólins á Bifröst undanfarin ár og er núsem dæmi að ljúka við markhóparannsókn fyrir íslenska ferðaþjónustu á vormánuðum 2017 í samstarfi við Íslandsstofu og Rannsóknarmiðstöð ferðamála á Akureyri. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér. Þannig tekur skólinn þátt þekkingaröflun fyrir greinina í heild og stuðlar að ábyrgð og sjálfbærni í greininni.
Yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast hér á vef Íslenska ferðaklasans hér
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta