11. janúar 2017

Law Without Walls víkkar sjóndeildarhringinn

Lagadeild Háskólans á Bifröst hefur undanfarin ár tekið þátt í Law Without Walls sem er samstarfsverkefni margra virtustu lagadeilda í heimi eins og Harvard, Stanford University og University of Miami. Að þessi sinni er það laganeminn Hallgrímur Tómasson sem tekur þátt í verkefninu fyrir hönd lagadeildar háskólans.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni sem Law Without Walls er og ekki skemmir fyrir að kick off-ið er í Harvard af öllum stöðum. Þetta verður eflaust mikið ævintýri og fær mann til að stíga all hressilega út fyrir þægindarammann. Þarna mun ég kynnast laganemum frá öllum heimshornum og sem dæmi eru liðsfélagar mínir frá Chile og Frakklandi. Fyrir mann eins og mig sem er frekar ferkantaður að eðlisfari er þetta frábært tækifæri og efast ég ekki um það að ég kem til baka reynslunni ríkari frá þessu verkefni,“ segir Hallgrímur.

Háskólinn á Bifröst hefur tekið þátt í verkefninu LawWithoutWalls frá árinu 2013. Verkefnið tengir saman starfandi lögmenn sem og aðra fagmenn, laganema og áhættufjárfesta víða um heim. Tilgangurinn með verkefninu er að nemendur noti þekkingu sína á lögfræði, í bland við reynslu af öðrum sviðum, til að skapa lausnir sem auka réttaröryggi almennings eða auðvelda lögfræðingum að leysa úr verkefnum.

 

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta