Dr. Magnús Árni meðal kaflahöfunda í bók hjá Palgrave Macmillan 27. september 2016

Dr. Magnús Árni meðal kaflahöfunda í bók hjá Palgrave Macmillan

Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst, er einn kaflahöfunda bókarinnar, Public and Social Services in Europe, From Public and Municipal to Private Sector Provision, sem gefin er út á vegum Palgrave Macmillan bókaútgáfunnar.

Kaflinn ber heitið Local Government and the Energy Sector: A Comparison of France, Iceland and the United Kingdom og fjallar um þróun raforkuframleiðslu og sölu í Frakklandi, Bretlandi og á Íslandi og aðkomu sveitarfélaga að því. Höfundar ásamt Magnúsi eru Rosalyne Allemand, Magali Dreyfus og John McEldowney. Nánari upplýsingar um bókina má nálgast hér.