Þjónandi forysta nýtt jafnt í einkalífi sem starfi 13. september 2016

Þjónandi forysta nýtt jafnt í einkalífi sem starfi

Vísindaþing um þjónandi forystu,Global Servant Leadership Research Roundtable, var haldið nýverið við Háskólann á Bifröst. Þar komu saman nokkrir af fremstu fræðimönnum heims í greininni og byggðist dagskráin upp af fyrirlestrum og pallborðsumræðum. 

Háskólinn á Bifröst og Þekkingarsetur um þjónandi forystu hafa átt í farsælu samstarfi síðastliðin ár og meðal annars staðið að fjölsóttum ráðstefnum og viðburðum. Vísindaþingið var opið starfsfólki og nemendum háskólans og fengu meistaranemar í forystu og stjórnun, sem t.d. vinna að rannsóknum um þjónandi forystu, þar t.a.m. tækifæri á að hlýða á þekkta höfunda rannsókna sem þeir hafa lesið og stuðst við í sínu námi og rannsóknarverkefnum.

Veðrið lék við gesti vísindaþingsins og skartaði Bifröst sínu fegursta eins og sjá má í eftirfarandi myndbandi. En þar má finna viðtöl við aðal fyrirlesrara vísindaþingsins og skipuleggjendur þess.

Á myndinni smá sjá f.v. Dirk van Dierendonck, prófessor við Rotterdam School of Management , Kathleen A. Patterson, prófessor við Regent University, Sigrún Gunnarsdóttir, dósent og formann Þekkingarseturs um þjónandi forystu og Sigurður Ragnarson, deildarforseta viðskiptadeildar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta