Skiptinemar setja svip sinn á háskólalífið á Bifröst 15. september 2016

Skiptinemar setja svip sinn á háskólalífið á Bifröst

Á hverju ári sækist hópur nemenda víðsvegar um heim eftir því að stunda skiptinám við Háskólann á Bifröst. Skiptinemarnir nú á haustönn eru alls 31 og koma frá 13 löndum. Þar af stunda nú átta nemendur frá Asíu nám við Háskólann á Bifröst og hafa þeir aldrei verið fleiri. 
 
Skiptinemarnir taka virkan þátt í daglegu lífi á Bifröst og er hópurinn í ár t.a.m. ötull við Crossfit æfingar í Jakabóli, líkamsrækt háskólans. Þá njóta skiptinemarnir nálægð við fallega náttúru á Bifröst og þess að geta stundað útivist og skoðað fallega staði í nærumhverfi háskólans.
 
„Yfirleitt eru skiptinemahóparnir feimnir til að byrja með en þessi hópur er óvenjulegur að því leyti að þau voru fljót að kynnast hvort öðru. Var engu líkara en þau hefðu þekkt hvort annað í langan tíma. Móttökukvöldverðurinn var t.a.m. mjög vel heppnaður og átti hópurinn þar saman skemmtilegt kvöld,“ segir Karl Eiríksson, alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta