Mögulegt samstarf rætt við háskóla í Tansaníu 7. september 2016

Mögulegt samstarf rætt við háskóla í Tansaníu

Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Háskólans á Bifröst, fundaði í vikunni með fulltrúum þriggja háskóla í Tansaníu. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Mzumbe University í Dar Es Salaam, helstu viðskiptaborg Tansaníu.

Fulltrúar skólanna lögðu fram hugmyndir að mögulegu samstarfi sem hvatt getur til nýsköpunar og framþróunar í Tansaníu og skapað ný rannsóknatækifæri. Vel fór á með fundarmönnum og bjartsýni réði ríkjum þegar margar hugmyndir voru reifaðar, ræddar og gildi þeirra metið.

Fulltrúar tansanísku háskólanna munu heimsækja Háskólann á Bifröst síðar á árinu þar sem hugmyndirnar verða skoðaðar frekar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta