Anna Ólöf (t.h.) er einn stofnenda fyrirtækisins Asco Har­vester, sem var eitt sex frum­kvöðlafyr­ir­tækja sem nýverið hlutu styrk úr Frum­kvöðlasjóði Íslands­banka.

Anna Ólöf (t.h.) er einn stofnenda fyrirtækisins Asco Har­vester, sem var eitt sex frum­kvöðlafyr­ir­tækja sem nýverið hlutu styrk úr Frum­kvöðlasjóði Íslands­banka.

22. ágúst 2016

Máttur kvenna var drifkrafturinn

Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Námið er haldið innan símenntunar Háskólans á Bifröst og er þetta í 13. sinn sem námið er í boði við háskólann. Máttur kvenna hefur átt miklum vinsældum að fagna og hafa nú um 800 konur útskrifast úr náminu.

„Ég fann að mig langaði að prófa eitthvað nýtt en hafði í raun litla trú á að ég ætti eftir að mennta mig. Eftir að ég fékk stutta kynningu á Mætti kvenna ákvað ég hins vegar að slá til og sé ekki eftir því. Fyrsta vinnuhelgin var erfið en Sirrý var fljót að koma hópnum saman og varð hann strax mjög samrýmdur. Við unnum í gegnum Skype en hittumst einnig reglulega til að fara yfir verkefni og var námið krefjandi og skemmtilegt,“ segir Anna Ólöf Kristjánsdóttir, einn stofnenda frumkvöðlafyrirtæksins Asco Harvester.

Anna Ólöf  segir námið í Mætti kvenna hafa verið sinn drifkraft en í framhaldinu lauk hún  framhaldssnámskeiði og hélt síðan áfram námi.

 „Ég öðlaðist sjálfstraust til að halda áfram og átta mig betur á hvar mínir hæfileikar liggja. Eins öðlaðist ég dýpri skilning og sýn á þá möguleika sem við öll höfum en skortur á sjálfstrausti kemur helst í veg fyrir að látum vaða. Ég fór í framhaldi í Frumgreinadeildina, sem þá hét, til að ljúka stúdentsprófi og þar fann ég hversu góðan grunn ég hafði frá Mætti kvenna sem nýtist mér enn í dag. Enda er námið samsett af ólíkum námskeiðum með raunhæfum verkefnum sem er góður undurbúningur fyrir atvinnulífið,“ segir Anna Ólöf sem útskrifaðist með MLM gráðu í  Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst nú í sumar.

Kennsla fer fram í fjarnámi og geta nemendur hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefnin hvenær sem þeim hentar. Fyrirlestrar eru fjórir til fimm í hverju námskeiði og eru birtir á fjarnámsvef skólans samkvæmt kennsluáætlun hvers námskeiðs. Þar að auki eru kennslustundir á vinnulotum þar sem lögð verður áhersla á hópavinnu nemenda. Vinnuhelgi er í upphafi og um miðbik námsins en náminu lýkur svo með formlegri útskrift.

Næsta námskeið í Mætti kvenna hefst þann 3. september næstkomandi og má nálgast allar helstu upplýsingar hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta