Nýr starfsmaður á sviði annarrar menntastarfssemi
Jóhannes Baldvin Pétursson hefur verið ráðinn starfsmaður inn á nýtt svið annarrar menntastarfsemi. Hann er ráðinn í 50% starf og mun fyrst í stað hafa umsjón með námskeiðum sem eru í gangi hverju sinni.
		Jóhannes er að ljúka námi í BS í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og hefur undanfarið ár unnið að skýrslugerð fyrir Háskólann á Bifröst auk þess sem hann hefur verið í ýmsum verkefnum fyrir Rannsóknarsetur verslunarinnar.
		Háskólinn á Bifröst býður Jóhannes velkominn til starfa.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
 - Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
 - Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
 - Sterk tengsl við atvinnulífið
 - Persónuleg þjónusta