Lektor á lögfræðisviði heldur erindi við Fordham háskóla
Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor við lögfræðisvið Háskólans á Bifröst, mun halda erindi á ILEC, alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður í Fordham háskóla í New York,nú í byrjun júlí.
Ráðstefnan fjallar um siðferði og lög og lagaumhverfi lögmannastéttarinnar. (The Ethics & Regulation of Lawyers Worldwide: Comparative and Interdisciplinary Perspectives ). Erindi Helgu Kristínar mun fjalla um menntun lögmanna í breyttu umhverfi og mun hún taka þátt í pallborði ásamt forsvarsmönnum LawWithoutWalls verkefnisins.
„Starfsumhverfi lögmanna er nú að breytast mikið og lögmenn nýta sér tækninýjungar í auknum mæli, auk þess sem aukin alþjóðavæðing krefst nýrrar nálgunar. Því er mikilvægt að menntun og lagaumhverfi lögmanna taki mið af þessum breyttum aðstæðum. Það er sérstaklega mikilvægt að Háskólinn á Bifröst taki þátt í umræðunni þar sem skólinn hefur verið í forystuhlutverki við að brjóta niður ákveðna múra t.a.m. með því að vera fyrsti háskólinn utan Háskóla Íslands sem bauð upp á lögfræðinám á Íslandi. Um leið er mikilvægt að auka og efla tengsalnet sitt við aðra lögfræðinga á ráðstefnu sem þessari og að geta nýtt sér það í sínum kennslustörfum,“ segir Helga Kristín.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta