Fréttir og tilkynningar

Háskólinn á Bifröst leiðir alþjóðlegt samstarfsverkefni um nýja kennsluhætti í laganámi
Lögfræðisvið Háskólans á Bifröst hefur hlotið styrk að fjárhæð € 167.193 ( um 25 milljónir íslenskra króna) í gegnum evrópsku Erasmus+ áætlunina, fyrir verkefnið „Development of a Blended Learning Approach to a Joint Degree in Business and Law“. Verkefnið heitir á íslensku „Þróun blandaðra kennsluhátta fyrir sameiginlega gráðu í viðskiptalögfræði“.
Lesa meira
Bifrestingar stjórnendur hjá Símanum
Þau Berglind Björg Harðadóttir og Fannar Eðvaldsson eru útskrifaðir Bifrestingar og starfa sem millistjórnendur hjá Símanum. Þau eru hér í stuttu viðtali um námið á Bifröst og hvernig það hefur nýst þeim úti í atvinnulífinu.
Lesa meira
Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir tekur þátt í alþjóðlegum fundi PRiME
Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, tekur þátt í alþjóðlegum fundi PRiME (Principles for Responsible Management Education) sem haldinn er í New York dagana 23-24. júní næstkomandi. Á fundinn koma saman um 300 leiðtogar frá Sameinuðuþjóðunum, háskólum, viðskiptalífinu, stjórnvöldum og félagasamtökum víðsvegar úr heiminum.
Lesa meira
Bifröst og Borgarbyggð í evrópsku samstarfsverkefni
Símenntun Háskólans á Bifröst og Borgarbyggð taka þátt í að þróa „nýja kynslóð stjórnsýslu“ í evrópsku samstarfsverkefni.
Lesa meira
Háskólaskrifstofa er lokuð eftir hádegi í dag
Í tilefni af 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna fá konur á Bifröst frí eftir hádegi í dag 19. júní og er því háskólaskrifstofan lokuð frá 13-16.
Lesa meira
Bifrastarævintýrið 60 ára
Þann 19. júní 2015, eru 60 ár liðin frá því að skólahald hófst á Bifröst en þangað flutti Samvinnuskólinn sem stofnaður hafði verið árið 1918 í Reykjavík og hefur verið starfræktur á Bifröst frá því árið 1955. Af þessu tilefni og einnig vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna býður Háskólinn á Bifröst öllum konum á Bifröst í síðdegisboð í Kringlu, föstudaginn 19. júní á milli kl. 17 til 19. Bifrastarkonum er velkomið að taka með sér gesti á öllum aldri.
Lesa meira
Fjölmenn brautskráning frá Háskólanum á Bifröst
Vilhjálmur Egilsson rektor útskrifaði 130 nemendur úr öllum deildum skólans í dag, laugardaginn 13. júní, við hátíðlega athöfn á Bifröst.
Lesa meira
Starf sviðsstjóra lögfræðisviðs laust til umsóknar
Háskólinn á Bifröst leitar að öflugum leiðtoga til að taka að sér starf sviðsstjóra lögfræðisviðs til næstu tveggja ára. Sviðsstjórar sitja í framkvæmdastjórn skólans og taka þannig virkan þátt í að þróa og efla starfsemi Háskólans á Bifröst.
Lesa meira
Opið fyrir umsóknir til 15. júní
Frestur til að sækja um í grunnnámi rennur út 15. júní næstkomandi. Í boði eru fjölbreyttar námsbrautir á viðskiptasviði, lögfræðisviði og félagsvísindasviði. Grunnnámið er hægt að taka sem staðnám í heillandi og fjölskylduvænu umhverfi eða í vel skipulögðu fjarnámi.
Lesa meira