Fréttir og tilkynningar

Háskólinn á Bifröst leiðir alþjóðlegt samstarfsverkefni um nýja kennsluhætti í laganámi 29. júní 2015

Háskólinn á Bifröst leiðir alþjóðlegt samstarfsverkefni um nýja kennsluhætti í laganámi

Lögfræðisvið Háskólans á Bifröst hefur hlotið styrk að fjárhæð € 167.193 ( um 25 milljónir íslenskra króna) í gegnum evrópsku Erasmus+ áætlunina, fyrir verkefnið „Development of a Blended Learning Approach to a Joint Degree in Business and Law“. Verkefnið heitir á íslensku „Þróun blandaðra kennsluhátta fyrir sameiginlega gráðu í viðskiptalögfræði“.

Lesa meira
Bifrestingar stjórnendur hjá Símanum 26. júní 2015

Bifrestingar stjórnendur hjá Símanum

Þau Berglind Björg Harðadóttir og Fannar Eðvaldsson eru útskrifaðir Bifrestingar og starfa sem millistjórnendur hjá Símanum. Þau eru hér í stuttu viðtali um námið á Bifröst og hvernig það hefur nýst þeim úti í atvinnulífinu.

Lesa meira
Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir tekur þátt í alþjóðlegum fundi PRiME 22. júní 2015

Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir tekur þátt í alþjóðlegum fundi PRiME

Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, tekur þátt í alþjóðlegum fundi PRiME (Principles for Responsible Management Education) sem haldinn er í New York dagana 23-24. júní næstkomandi. Á fundinn koma saman um 300 leiðtogar frá Sameinuðuþjóðunum, háskólum, viðskiptalífinu, stjórnvöldum og félagasamtökum víðsvegar úr heiminum.

Lesa meira
Bifröst og Borgarbyggð í evrópsku samstarfsverkefni 22. júní 2015

Bifröst og Borgarbyggð í evrópsku samstarfsverkefni

Símenntun Háskólans á Bifröst og Borgarbyggð taka þátt í að þróa „nýja kynslóð stjórnsýslu“ í evrópsku samstarfsverkefni.

Lesa meira
Háskólaskrifstofa er lokuð eftir hádegi í dag 19. júní 2015

Háskólaskrifstofa er lokuð eftir hádegi í dag

Í tilefni af 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna fá konur á Bifröst frí eftir hádegi í dag 19. júní og er því háskólaskrifstofan lokuð frá 13-16.

Lesa meira
Bifrastarævintýrið 60 ára 18. júní 2015

Bifrastarævintýrið 60 ára

Þann 19. júní 2015, eru 60 ár liðin frá því að skólahald hófst á Bifröst en þangað flutti Samvinnuskólinn sem stofnaður hafði verið árið 1918 í Reykjavík og hefur verið starfræktur á Bifröst frá því árið 1955. Af þessu tilefni og einnig vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna býður Háskólinn á Bifröst öllum konum á Bifröst í síðdegisboð í Kringlu, föstudaginn 19. júní á milli kl. 17 til 19. Bifrastarkonum er velkomið að taka með sér gesti á öllum aldri.

Lesa meira
Fjölmenn brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 16. júní 2015

Fjölmenn brautskráning frá Háskólanum á Bifröst

Vilhjálmur Egilsson rektor útskrifaði 130 nemendur úr öllum deildum skólans í dag, laugardaginn 13. júní, við hátíðlega athöfn á Bifröst.

Lesa meira
Starf sviðsstjóra lögfræðisviðs laust til umsóknar 16. júní 2015

Starf sviðsstjóra lögfræðisviðs laust til umsóknar

Háskólinn á Bifröst leitar að öflugum leiðtoga til að taka að sér starf sviðsstjóra lögfræðisviðs til næstu tveggja ára. Sviðsstjórar sitja í framkvæmdastjórn skólans og taka þannig virkan þátt í að þróa og efla starfsemi Háskólans á Bifröst.

Lesa meira
Opið fyrir umsóknir til 15. júní 15. júní 2015

Opið fyrir umsóknir til 15. júní

Frestur til að sækja um í grunnnámi rennur út 15. júní næstkomandi. Í boði eru fjölbreyttar námsbrautir á viðskiptasviði, lögfræðisviði og félagsvísindasviði. Grunnnámið er hægt að taka sem staðnám í heillandi og fjölskylduvænu umhverfi eða í vel skipulögðu fjarnámi.

Lesa meira