Misserisvarnir nemenda veita  innsýn í viðfangsefni og vandamál atvinnulífsins 31. maí 2016

Misserisvarnir nemenda veita innsýn í viðfangsefni og vandamál atvinnulífsins

Misserisvarnir fóru fram við Háskólann á Bifröst dagana 19-20 maí en þá verja nemendur misserisverkefni sín sem þeir hafa unnið að í hópum. Tilgangur misserisverkefna er margþættur en þau veita nemendum t.a.m. tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og öðlast þannig meiri sérfræðiþekkingu en ella. Þá eru verkefnin oft unnin í nánum tengslum við fyrirtæki og stofnanir og veita þannig innsýn í viðfangsefni og vandamál atvinnulífsins. 

Eftirfarandi hópar hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sín á vorönn 2016:

Hópur C með verkefnið „Hver er réttarstaða feðra g?agnvart rangfeðruðum börnum sínum?“

Meðlimir hópsins eru:

·         Daníel Örn Davíðsson

·         Emilía Guðbjörg Rodriguez

·         Jóna Fanney Kristjánsdóttir

·         Steinunn Ásta Helgadóttir

Leiðbeinandi hópsins var Þorbjörg Inga Jónsdóttir

 

Hópur D með verkefnið „Með hvaða hætti þurfa ráðherrar og þingmenn að upplýsa um fjárhagslega hagsmuni og er þörf á að endurskoða lög og reglur á því sviði?“

Meðlimir hópsins eru:

·         Árdís Rut Einarsdóttir

·         Edda Bára Árnadóttir

·         Elís Bergur Sigurbjörnsson

·         Ellen Ósk Eiríksdóttir

·         Hallgrímur Tómasson

·         Ólafur Andri Gunnarsson

Leiðbeinandi hópsins var Unnar Steinn Bjarndal

 

Hópur N með verkefnið „Hvernig má efla móttöku og þjálfun nýrra starfsmanna hjá GrayLine Iceland?“

Meðlimir hópsins eru:

·         Ásta Sóllilja Karlsdóttir

·         Guðrún Marsibil Heimisdóttir

·         Heimir Andri Jónsson

·         Hekla Jósepsdóttir

Leiðbeinandi hópsins var Geirlaug Jóhannsdóttir

 

Hópur Q með verkefnið Vörumerki og fyrirtæki: Viðbrögð, stjórnun og afleiðing krísuástands,

Meðlimir hópsins eru:

·         Andri Már Ágústsson

·         Ingunn Bylgja Einarsdóttir

·         Jóhannes Baldvin Pétursson

·         Snorri Guðmundsson

·         Unnar Kjartansson

Leiðbeinandi hópsins var Brynjar Þór Þorsteinsson.

Myndaalbúm frá misserisvörnum má nálgast hér

Stjórnendur þurfa að þekkja viðbragðsáætlun sína við krísu

Af þeim misserisverkefnum er hlutu viðurkenningu á vorönn 2016 var verkefnið;Vörumerki og fyrirtæki: Viðbrögð, stjórnun og afleiðing krísuástands, valið besta verkefnið. Hópinn skipuðu: Andri Már Ágústsson, Ingunn Bylgja Einarsdóttir, Jóhannes B. Pétursson, Snorri Guðmundsson og Unnar Kjartansson. Leiðbeinandi var Brynjar Þór Þorsteinsson.

Í hópnum eru nemendur á viðskipta- og félagsvísindasviði við Háskólann á Bifröst og unnu þeir skýrslu um hvernig stjórnendur fyrirtækja geti lágmarkað þann skaða sem getur hlotist af krísuástandi. Miðaði rannsókn hópsins að því hvernig stjórnendur geti komið í veg fyrir eða lágmarkað tjón á ímynd og virði vörumerkja en einnig hvort tilkoma samfélagsmiðla hafi áhrif á það landslag sem stjórnendur standa frami fyrir í slíku ástandi. Höfundar könnuðu einnig hvort það hjálpaði fyrirtækjum í krísuástandi að vera með virka stefnu í samfélagslegri ábyrgð.

Skýrslan leiddi í ljós mikilvægi þess að til staðar sé viðbragðsáætlun innan fyrirtækja og ekki síður mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja þekki hana og kunni að nota þegar á þarf að halda. Aldrei eigi að vanmeta þann möguleika að fyrirtæki geti lent í krísuástandi. Einnig er viðbragðstími naumari eftir tilkomu, annars vegar samfélagsmiðla, þar sem neytendur geta tjáð viðhorf sín og skoðanir á fyrirtækjum og þjónustu þeirra og hins vegar fréttamiðla sem flytja fréttir og tilkynningar í rauntíma. Fyrirtækjum reynist nú erfiðara að stýra atburðarásinni og girða fyrir hana en áður.

Hópurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að lítil sem engin fylgni er á milli þess að fyrirtæki stundi samfélagslega ábyrgð og hversu miklar afleiðingar krísa hefur á fyrirtækið. Þegar uppi er staðið virðist efnahagslegur ávinningur neytenda ráða meiru í huga þeirra en samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Þeir helstu áhrifaþættir á hversu harkalegar afleiðingar krísu geta orðið á fyrirtæki eru eðli starfsseminnar, vörumerkjatryggð viðskiptavina og styrkur vörumerkja þeirra.  Sé um að ræða eftirsótta nauðsynjavöru sem mikil eftirspurn er eftir, vörumerkjatryggð viðskiptavina mikil og vörumerkið sterkt, má telja líklegt að afleiðingar krísu til lengri tíma hafi ekki teljandi áhrif á starfssemi og framtíð fyrirtækja.

Til þess að svara spurningu hópsins voru tekin viðtöl við fimm sérfræðinga með umsvifamikla reynslu á sviði almannatengsla og markaðsmála. Einnig völdu höfundar sex fyrirtæki sem hafa staðið frami fyrir alvarlegum krísum, þrjú íslensk og þrjú erlend. Fyrirtækin stóðu að mestu leyti frammi fyrir ólíkum vandamálum sem kölluðu á ólík viðbrögð. Höfundar greindu eðli og ástæðu krísanna í hverju dæmi fyrir sig, hver voru helstu viðbrögð stjórnenda og að lokum, hverjar afleiðingar krísunnar voru.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta