Nýráðinn lektor í hagfræði 11. maí 2016

Nýráðinn lektor í hagfræði

Francesco Macheda tók í byrjun maí við stöðu lektors í hagfræði við Háskólann á Bifröst. Starfið felur í sér skyldur á sviði kennslu og rannsókna, einkum á sviði alþjóðahagfræði, þróunarhagfræði og stjórnmálahagfræði með sérstakri áherslu á fjármálastofnanir og vinnumarkaðsmál.
 
Francesco lauk doktorsgráðu í stjórnmálahagfræði frá Marche Polytechnic University, á Ítalíu árið 2014. Hann fluttist sama ár til Íslands og tók þá við stöðu aðjúnkts á félagsvísindasviði Háskólans á Bifröst.