BA gráða í  HHS, heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, frábær undirbúningur fyrir nútíma stjórnmál 23. maí 2016

BA gráða í HHS, heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, frábær undirbúningur fyrir nútíma stjórnmál

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Pírata. Sigríður Bylgja er með BA gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst og MSc í Mannvistfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð.

Sigríður Bylgja segir HHS námið vera frábæran undirbúning fyrir nútíma stjórnmál þar sem að í náminu sé lögð áhersla á að flétta saman heimspeki, hagfræði og stjórnamálafræði og finna snertipunkt á þeim.

„Námið jók víðsýni mína og setti hlutina í stærra samhengi. Kennsla í heimspeki, þar á meðal siðfræði, er eitthvað sem allir sem starfa við stjórnmál ættu að vera skyldugir til þess að læra. Með mikilli verkefna- og hópavinnu sem fylgdi náminu voru aðrir þættir þroskaðir, en með því að starfa mikið í hópum lærði maður málamiðlun, að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og kafaði dýpra í málin með miklum rökræðum,“ segir Sigríður Bylgja. 

Sigríður Bylgja hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og Landvernd en einnig hefur hún starfað hjá Utanríkisráðuneytinu og Saga fest. Auk þess var hún handritshöfundur og framleiðandi heimildarmyndarinnar USE LESS í samstarfi við Vesturport og Vakandi. Alls sóttu um 30 manns um stöðu framkvæmdastjóra Pírata og samþykkti framkvæmdaráð einróma að ráða Sigríði Bylgju sem framkvæmdastjóra. 

„Ég mæli með námi í HHS fyrir alla þá sem hafa áhuga á þverfaglegu námi í skemmtilegu umhverfi og ekki síst fyrir þá sem hafa ekki fastmótaða hugmynd um hvað þeir ætla að gera í framtíðinni, HHS er nefninlega góður undirbúningur fyrir svo margt,“ segir Sigríður Bylgja. 

Háskólinn á Bifröst óskar Sigríði Bylgju velfarnaðar í nýju starfi. Umsóknarfrestur í grunnnám við Háskólann á Bifröst er til 15. júní og nánari upplýsingar um HHS námið má nálgast hér 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta