Útskrift úr Mætti kvenna
Nú í lok apríl útskrifuðust níu konur úr Mætti kvenna en þetta er í 25. sinn sem Háskólinn á Bifröst útskrifar konur úr náminu. Útskrifaðist fyrsti hópurinn vorið 2004 en um er að ræða ellefu vikna rekstrarnám, sem sérstaklega er ætlað konum sem vilja bæta við þekkingu sína í rekstri fyrirtækja, ásamt því að efla og styrkja tengslanet sín.
„Það hefur verið gaman að fylgjast með þessum konum dafna og eflast í náminu og ég hlakka til að fylgjast með verkefnum þeirra í framtíðinni. Sumar hafa þegar tekið fyrstu skrefin að því að láta hugmyndir sínar verða að veruleika en þær voru allar með flottar viðskiptahugmyndir,“ segir Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir forstöðumaður Háskólagáttar sem er verkefnastjóri námskeiðsins.
Næsta námskeið hefst 30. september næstkomandi og má nálgast allar nánari upplýsingar hér
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta