Íslensk fjöldamótmæli í samtímanum: frá Búsáhaldabyltingu til Panamaskjala 6. maí 2016

Íslensk fjöldamótmæli í samtímanum: frá Búsáhaldabyltingu til Panamaskjala

Opin málstofa í tengslum við námsbraut í Byltingafræði við Háskólann á Bifröst föstudaginn 6. maí, í húsnæði Bifrastar við Suðurgötu 10 í Reykjavík, klukkan 12.00 - 13.20.

Áhrif fjöldamótmæla á íslensk stjórnmál eru veruleg í samtímanum en að minnsta kosti tvisvar sinnum á síðustu árum hafa fjöldamótmæli á Íslandi haft áhrif á störf sitjandi ríkisstjórna og tímasetningu kosninga. Það einkennir atburðina að þúsundir mótmælenda hafa safnast saman og krafist afsagna ráðherra og kosninga til Alþingis með nokkrum árangri og hafa viðburðirnir vakið athygli víða um heim. Ýmsar hliðar þessara mótmæla, umfang, inntak og arfleifð eru viðfangsefni rannsakenda innan ólíkra fræðigreina og á þessari málstofu kynnumst við tveimur rannsóknarverkefnum sem tengjast beint eðli mótmælahreyfinga og mótmælamenningar í íslenskum samtíma.

Á málstofunni kynna nemendur í byltingafræði við Háskólann á Bifröst rannsókn sína á inntaki mótmælanna í apríl 2016 og síðan mun Jón Gunnar Bernburg prófessor við Háskóla Íslands segja frá rannsókn sinni á mótmælum Búsáhaldabyltingunni 2008-2009 og mótmælunum í apríl 2016. Eftir að kynningum líkur er rými til umræðna um eðli fjöldahreyfinga í samtímanum, tengsl atburða og annað er gesti kanna að fýsa að ræða út frá samhenginu. Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson, dósent við Háskólann á Bifröst.

Dagskrá:

„Rauða byltingin"

Nemendur í Byltingarfræði við Háskólann á Bifröst kynna rannsókn sína á mótmælunum í apríl 2016.

Mótmæli Búsáhaldabyltingarinnar

Jón Gunnar Bernburg, prófessor við Háskóla Íslands kynnir rannsókn sína á Búsáhaldabyltingunni 2008-2009 og mótmælunum í apríl 2016.

Umræður

Staður og stund

Suðurgata 10 í Reykjavík, húsnæði Bifrastar, föstudaginn 6. maí, klukkan 12.00 - 13.20.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta