Verkefnastjóri kennslu óskast 12. maí 2016

Verkefnastjóri kennslu óskast

Verkefnastjóri kennslu starfar á kennslusviði Háskólans á Bifröst og gegnir lykilhlutverki við að efla og styrkja kennslu í skólanum. Hann starfar í nánu samstarfi við sviðsstjóra fagsviða og kennara skólans.

Starfssvið

  • Kennslufræðileg ráðgjöf
  • Skipulagning kennslu
  • Gerð stundaskráa
  • Skipulagning vinnuhelga

Hæfni og menntunarkröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Kennsluréttindi æskileg
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
Um er að ræða fullt starf á Bifröst og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
 
Umsóknarfrestur er til og með 20. maí nk. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá og kynningarbréf. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun. Umsóknir og fyrirspurnir um starfið skal senda á netfangið kennslustjori@bifrost.is.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta