Lagadagur Nomos á Bifröst laugardaginn 28. maí 24. maí 2016

Lagadagur Nomos á Bifröst laugardaginn 28. maí

Lagadagur Nomos, félags laganema við Háskólann á  Bifröst, verður haldinn laugardaginn 28. maí næstkomandi. Á deginum verður t.a.m.kynnt nýtt meistaranám í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst, sem nú er í mótun, og auk þess áhugaverð erindi og málstofa á dagskrá. Skráning er ókeypis og er dagurinn öllum opinn.

Dagskráin verður sem hér segir:

10:30 - 10:40 Setning Lagadags Nomos.
10:40 - 11:10 Kynning á nýju meistaranámi í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst.
11:10 - 12:00 Samstarf lögfræðisviðsins við aðra Háskóla - Málflutningskeppni og LawWithoutWalls.

12:00 - 13:00 Hádegishlé.

13:00 - 15:00 Vinnustofa: Stefnumótun fyrir lögfræðisvið.
15:00 - 15:30 Kaffihlé.
15:30 - 17:30 Málstofa: Skattasiðferði fyrirtækja
                         Mælendaskrá:
                         - Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri.
                         - Soffía Eydís Björgvinsdóttir, skattalögfræðingur KPMG.
                         - Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði.
                         Fundarstjóri: 
                          - Kolbrún Garðarsdóttir, héraðsdómslögmaður.

17:30 Léttar veitingar og kynning á nýjustu útgáfu Lögbrúar.
19:00 Kvöldverður á Hótel Bifröst.
21:00 Kvölddagskrá.

Sérstakt tilboð er á gistingu á Hótel Bifröst. en nánari upplýsingar má finna hér  

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta