Útskriftarhópur heimsækir gamlar námsslóðir á Bifröst
Rúmlega 30 manna hópur, sem útskrifaðist frá Bifröst fyrir 40 árum síðan, kom saman og gerði sér glaðan dag á sínum gömlu námsslóðum nú í vor. Það var Þórir Páll Guðjónsson, kennari og verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst, sem tók á móti hópnum og leiddi í gegnum þorpið.
Þórir Páll hefur starfað við háskólann í áratugi og er því öllum hnútum kunnugur á staðnum en hann sagði hópnum sögur á göngunni og greindi hópnum frá því hvernig skólahald hefur breyst á Bifröst á þessum 40 árum.
„Þetta var annar hópurinn sem ég fékk að kenna og vinna með við Samvinnuskólann á Bifröst á árunum 1974 til 1976. Það var mér því sérstakt ánægjuefni að fá tækifæri til að hitta þessa vini mína aftur og rifja upp ýmis atvik frá þessum yndislegu árum. Það eru áhöld um hvor lærðu meira, þau eða ég, af okkar samvinnu en minningin er góð og er mér mikils virði. Það var líka ánægjulegt hvað stór hluti þessa hóps sá sér fært að mæta á staðinn og hittast og gleðjast saman af þessu tilefni. Ég óska þeim öllum til hamingjum með tímamótin og óska þeim alls góðs í framtíðinni,“ segir Þórir Páll.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta