Umsóknarfrestur í Háskólann á Bifröst er til 15. júní 14. júní 2016

Umsóknarfrestur í Háskólann á Bifröst er til 15. júní

Umsóknarfrestur í grunnnám og háskólagátt við Háskólann á Bifröst rennur út þann 15. júní. Í boði eru fjölbreyttar námsbrautir á viðskiptasviði, lögfræðisviði og félagsvísindasviði. Grunnnámið er í boði í staðnámi, í heillandi og fjölskylduvænu umhverfi, eða í vel skipulögðu fjarnámi.

Meðal námsleiða má nefna BS í viðskiptafræði með áherslu á þjónustufræði, BA í byltingafræði, BA í miðlun og almannatengslum og BA í viðskiptalögfræði. Þá er háskólagáttin frábær undirbúningar fyrir háskólanám og er einnig í boði bæði í stað- og fjarnámi.

Allt nám við Háskólann á Bifröst er kennt í lotubundinn vendikennslu sem er þannig uppbyggð að nemendur fá fyrirlestra á rafrænu formi og sækja síðan umræðu- og verkefnatíma með kennurum. Á öllum sviðum háskólans er lögð rík áhersla á hópavinnu og raunhæf verkefni sem undirbýr nemendur fyrir atvinnulífið

Kynnið ykkur námsframboð Háskólans á Bifröst hér 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta