Upplifa Bifrastarandann á ný 2. júní 2016

Upplifa Bifrastarandann á ný

Bifrestingar fá tækifæri til að hittast og rifja upp gamlar og góðar minningar á  Reunion Bifrestinga sem skipulagt er af Hollvinasamtökum Bifrastar. Skemmtunin fer fram laugardaginn 4. júní næstkomandi í Lídó veislusal, Hallveigastíg 1 í Reykjavík.

Kvöldið hefst á fordrykk kl 20 í boði nemendafélaganna á Bifröst en síðan munu trúbadorar halda uppi stuðinu fram á nótt. Vel tókst til í fyrra og áttu gamlir Bifrestingar saman gott kvöld enda gefst með viðburðinum kjörið tækifæri til  að hóa saman gamla hópnum, rifja upp gamlar minningar og upplifa Bifrastarandann á ný.

Nánari upplýsingar má nálgast hér.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta