Sigrún Gunnarsdóttir, dósent á viðskiptasviði Háskólans á Bifröst, kosin formaður Krabbameinsfélags Íslands 2. júní 2016

Sigrún Gunnarsdóttir, dósent á viðskiptasviði Háskólans á Bifröst, kosin formaður Krabbameinsfélags Íslands

Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, dósent á viðskiptasviði Háskólans á Bifröst, við Háskóla Íslands og Þekkingarsetri um þjónandi forystu, var nýverið kosin formaður Krabbameinsfélags Íslands. Sigrún tekur við af Jakobi Jóhannssyni, lækni, sem hafði verið í stjórn í átta ár, þar af formaður síðustu þrjú árin.

Sigrún hefur verið dósent á viðskiptasviði Háskólans á Bifröst frá árinu 2014 með áherslu á kennslu og leiðsögn rannsókna um forystu og stjórnun. Sigrún segir Krabbameinsfélagið byggja á löngu og farsælu starfi og hlakkar til að styðja við þau góðu verkefni sem þar eru unnin til að efla forvarnir, auka þekkingu okkar á krabbameini og til að styðja þá sem takast á við sjúkdóminn.