Ábyrgir stjórnendur í skólastarfi
Háskólinn á Bifröst tekur þátt í Sameinuðu þjóða verkefninu PRiME (Principles for Responsible Management Education) um ábyrga stjórnunarmenntun. Hluti af þessu verkefni var vinnustofan, Responsibilizing Management Education, sem háskólinn stóð fyrir nú í lok apríl í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.
Martiina Srkoc, framkvæmdastýra PRiME Secretariat í Copenhagen Business School (CBS) leiddi vinnustofuna en CBS hefur náð afar góðum árangri á þessu sviði. Vinnustofan var vel sótt og miklar umræður sköpuðust um ábyrgð kennara og háskóla þegar kemur að því að mennta leiðtoga með hliðsjón af siðferðilegum og samfélagslegum viðfangsefnum.
„Háskólinn á Bifröst hefur unnið að því undanfarið ár að skerpa á áherslum skólans í þessum málaflokki en mikilvægt er að hafa slík viðmið um ábyrga stjórnendur í háskólastarfi. Ekki síst með tilliti til þeirra mála sem komið hafa upp á yfirborðið undarfarnar vikur og eru í brennidepli þjóðfélagsumræðunnar í dag,” segir Halla Tinna Arnardóttir, verkefnisstýra PRiME hópsins við Háskólann á Bifröst.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta