Opinn dagur Háskólans á Bifröst 5. maí 4. maí 2016

Opinn dagur Háskólans á Bifröst 5. maí

Háskólinn á Bifröst verður með opinn dag fimmtudaginn 5. maí, milli 14.00 – 17.00.  Á opna deginum verður námsframboð skólans kynnt og boðið upp á glæsilega fjölskylduskemmtun á sama tíma. 

Nemendur bjóða gestum í gönguferðir um svæðið og skólann þar sem skoðaðar verða allar byggingar skólans, aðstaða nemenda og umhverfið í kringum skólann.  Sviðsstjórar allra deilda munu vera á staðnum til að kynna námið ásamt nemendum, kennurum og starfsmönnum.

Opni dagurinn er ekki síst hugsaður fyrir fjölskyldufólk, hoppukastalar verða á staðnum fyrir yngstu kynslóðina og andlitsmálning í boði, þá sýnir leikhópurinn Lotta og hægt verður að fara í loftbolta. Árlegt  vöfflukaffi verður síðan á sínum stað í hátíðarsal skólans á vegum Kvenfélags Stafholtstungna.

Í dag er Háskólinn á Bifröst fjölbreyttur viðskiptaháskóli, sem býður upp á margar námsbrautir í bæði grunnnámi og meistaranámi á sviði viðskipta, lögfræði og félagsvísinda. Fjölbreyttar námslínur eru í grunnnámi, BS í viðskiptafræði , BS í viðskiptalögfræði og BA í HHS, námslínu sem samanstendur af námi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Einnig er í boði BA nám í miðlun og almannatengslum og BA nám í byltingafræði.

Háskólagátt er fyrir þá sem vilja ljúka aðfaranám í háskóla og hefur hlotið frábærar viðtökur. Háskólagátt er góður kostur fyrir þá sem vilja góðan undirbúning fyrir háskólanám.

Fjórar námsbrautir eru á meistarastigi, MA í menningarstjórnun, MS/MLM í forystu og stjórnun, MS/MIB í alþjóðaviðskiptum og ML í lögfræði.

Við skólann er einnig fjölbreytt námsúrval á sviði símenntunar.

Dagskrá opna dagins má nálgast hér 

Verið hjartanlega velkomin á opinn dag Háskólans á Bifröst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta