Ný stjórn Nemendafélagsins 29. apríl 2016

Ný stjórn Nemendafélagsins

Ný stjórn Nemendafélags Háskólans á Bifröst var kosin þann 11.mars síðastliðinn og tók formlega til starfa eftir árshátið nemenda og íbúa Bifrastar sem haldin var þann 12.mars. Nemendafélag Háskólans á Bifröst er hagsmunafélag allra nemenda á Bifröst og stendur félagið fyrir fjölbreyttum viðburðum í félagslífi nemenda.

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn Ellen Ósk Eiriksdóttir sem formaður, Ragnheiður Smáradóttir varaformaður, Snorri Guðmundsson gjaldkeri, Erna Hlín Einarsdóttir skemmtanafulltrúi, Sólrún Björg Ólafsdóttir upplýsinga og kynningafulltrúi, Haraldur Líndal hagsmunafulltrúi og Eva Björk Ernudóttir fulltrúi nýnema.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta