Félag lögfræðinga í fyrirtækjum stofnað 28. apríl 2016

Félag lögfræðinga í fyrirtækjum stofnað

 
Lögfræðingafélagið hélt í vikunni stofnfund fyrir félag lögfræðinga í fyrirtækjum. Tilgangur þess er fyrst og fremst sagður að vera að gæta hagsmuna lögfræðinga sem starfa hjá fyrirtækjum, fjalla um og skapa umræðu um störf þeirra og fjalla um áhugaefni þeirra innan lögfræðinnar. Eins að stuðla að auknum samskiptum meðal slíkra lögfræðinga svo og að efla samskipti lögfræðinga almennt. 
 
Stofnfundurinn er til marks um hin fjölbreytilegu störf sem lögfræðingar sinna í dag og Háskólinn á Bifröst undirbýr nemendur vel fyrir það nútíma umhverfi. En Háskólinn á Bifröst var fyrsti íslenski háskólinn til að bjóða upp á BS í viðskiptalögfræði. Þar fléttast saman tvær hagnýtar námsgreinar þannig að úr verður fjölbreytt og krefjandi nám sem þjónar hagsmunum atvinnulífsins einkar vel. 
 
„Það er ánægjulegt að Lögfræðingafélagið hafi stofnað þetta félag. Það endurspeglar fjölbreytilegra og nútímalegra starfsumhverfi lögfræðinga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs við Háskólann á Bifröst.

 

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta