Ráðstefna Norræna sakfræðiráðsins haldin á Bifröst: 2. maí 2016

Ráðstefna Norræna sakfræðiráðsins haldin á Bifröst:

Árleg ráðstefna Norræna sakfræðiráðsins stendur nú yfir í Háskólanum á Bifröst. Ráðstefnan stendur yfir 1.- 4. maí en þátttakendur eru rúmlega 70 norrænir fræðimenn og doktorsnemar á sviði afbrotafræði, refsiréttar og skyldra greina auk fyrirlesara frá Englandi. Markmið ráðsins er að efla norrænar rannsóknir á sviði afbrotafræði og  refsiréttar og veita stjórnvöldum upplýsingar til að byggja á stefnu í löggjöf og afbrotavörnum.

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er: New challenges in criminology; can old theories be used to explain or understand new crimes? Þar hefur meðal annars verið fjallað um efnhagsbrot, svo sem hvernig klassískar kenningar afbrotafræðinnar eiga við um efnahagsbrot.

Meðal fyrirlesara eru margir þekktir erlendir fræðimenn en þar á meðal eru Steve Tombs prófessor í félagsfræði.  Tombs fjallaði um fjármálakrísuna og afleiðingar hennar í Englandi í erindi sínu: Regulating Business After the Crisis: some observations from the UK. Þá hófst ráðstefnan á erindum Jóns Gunnars Bernburg, prófessors, og Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Jón Gunnar greindi frá rannsókn sinni á mótmælum á Íslandi í kjölfar hrunsins í erindinu Mass protest and the global crisis: the case of Iceland og Björn frá saksókn svonefndra bankahrunsmála á Íslandi.

All nokkrir fyrirlestrar fjalla um efnahagsbrot en breiddin í dagskráni er mikil, þar á meðal eru rannsóknir sem lúta að vinnu og verklagi lögreglunnar, fangelsismál, afbrot unglinga o.fl. Dagskráin er afar efnismikil og hana má finna hér.

„Það er skemmtilegt að Norræna sakfræðiráðið hafi valið Háskólann á Bifröst fyrir stóra ráðstefnu sem þessa. Dagskráin er áhugaverð og margt þar sem hefur sterka skírskotun til Íslands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta