Vinnustofa um fagmál á Bifröst 11. apríl 2016

Vinnustofa um fagmál á Bifröst

Tveggja daga vinnustofa um faglega innleiðingu lærdómsviðmiða á háskólastigi stendur nú yfir í Háskólanum á Biförst. Er ráðstefnan meðal verkþátta í verkefninu The Bologna Reform in Iceland Project (BORE) sem stýrt er af Maríu Krístinu Gylfadóttur, sérfræðings á mennta- og menningarsviði hjá Rannís.  

Markmiðið með vinnustofunni er m.a. að efla samstarf um innleiðingu lærdómsviðmiða í háskólum og  miðla verkfærum og ferlum sem gefist hafa vel í slíku samstarfi.  Þá munu þátttakendur leggja drög að áframhaldandi þróun verkefnis t.d. með þróun sameiginlegrar vefgáttar og frekari samvinnu.

Fyrri dagurinn var tileinkaður erindum um lærdómsviðmið í alþjóðasamhengi og hvernig slík viðmið nýtast til námskrár- og kennsluþróunar í íslenskum háskólum. Gerðu fulltrúar háskólanna þar m.a. grein fyrir stöðu innleiðingar í eigin háskólum. Seinni daginn verður kynnt þróunarverkefni innan íslenskra háskóla og fjallað um miðlun á leiðum, verkferlum og tækjum sem nýst hafa vel við innleiðingu lærdómsviðmiða í íslenskum háskólum. Þann dag verður unnið í vinnuhópum þar sem rætt verður um slíkar leiðir og þeim deilt. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta