Frá undirrittun samnings milli ESA og íslensku lagadeildanna í Háskólanum í Reykjavík. Frá vinstri, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs við Háskólann á BIfröst, Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Helga Jónsdóttir s
9. mars 2016Laganemar við Háskólann á Bifröst taka þátt í sameiginlegri málflutningskeppni á sviði EES-réttar
Laganemum við Háskólann á Bifröst gefst tækifæri á því að skrá sig til leiks í málflutningskeppni á sviði EES-réttar. Um er að ræða sameiginlega keppni eftirlitsstofnunar EFTA og lagadeilda háskólanna á Íslandi sem haldin verður í nóvember næstkomandi í Hæstarétti Íslands. Fær sigurliðið að launum ferð til Brussel með kynningu á Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel.
Eftirlitsstofnun EFTA og lagadeildir háskólanna á ÍslandiSérstakt námskeið, EEA Moot Court, sem metið verður til 6 eininga, verður skipulagt til að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í keppninni. Umsjónarkennarar námskeiðsins verða Valgerður B. Eggertsdóttir og Helga Kristín Auðunsdóttir, kennarar við lögfræðisvið háskólans.
Með þátttöku í máflutningskeppninni gefst laganemum einstakt tækifæri til að öðlast dýpri skilning á mikilvægum þáttum í málflutningi, með því að fá þjálfun í að skrifa skriflegar greinargerðir, undirbúa málflutning og flytja mál sitt fyrir dómi. Þá er jafnframt um einstakt tækifæri að ræða til að kynnast laganemum úr lagadeildum annarra háskóla á Íslandi og mynda dýrmæt tengsl.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta