Hringferð í framhaldsskóla landsins 14. mars 2016

Hringferð í framhaldsskóla landsins

Fulltrúar Háskólans á Bifröst ferðast nú hringinn í kringum landið og taka þátt í Háskóladeginum í kringum landið þar sem framhaldsskólanemar eru heimsóttir.

Kynningar verða sem hér segir:

Fjölbrautaskóli Suðurlands, mánudaginn 14. mars frá kl. 10 til 11:30.

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, þriðjudaginn, 15. mars kl. 10 til 11:30.

Menntaskólinn á Egilsstöðum, miðvikudaginn 16. mars kl. 10-11:30.

Verkmenntaskólinn á Akureyri, fimmtudaginn 17. mars kl. 9:30-11.

Menntaskólinn á Akureyri, fimmtudaginn 17. mars kl. 13-14:30.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Sauðárkróki, föstudaginn 18. mars kl. 9:45-11:15.

Framhaldsskólanemar eru hvattir til að nýta sér þessar heimsóknir háskólanna og kynna sér framtíðar tækifæri og möguleika. 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta