Nemendur í viðskiptafræði í alþjóðlegu samstarfi
Núna í desember tók hópur nemenda í viðskiptafræði á Bifröst þátt í námskeiði ásamt nemendum frá fjórum öðrum löndum, Svíðþjóð, Finnlandi, Eistlandi og Lettlandi. Námskeiðið var sett á laggirnar af kennara í Finnlandi og hlaut styrk úr Nordplus áætluninni en þetta er í annað skiptið sem námskeiðið er haldið. Efnistök námskeiðsins er um viðskiptalíkön á internetinu eða e-business og tekur á ýmsum leiðum sem hægt er að fara til að setja upp viðskipti á netinu. Nemendur hófu námskeiðið með því að fá fyrirlestra á netinu til að sér efnið með aðstoð kennara í hverju landi.
Námskeiðið endaði svo á þéttri verkefnavinnu í viku, en þessi verkefnavika fór fram í Reykjavík og Bifröst í desember s.l. Auk verkefnavinnu gerðu nemendurnir sér ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks til að kynnast landi og þjóð. Sem dæmi fengu þau fyrirlestur frá Klak/Innovit (nú Icelandic Startups), skelltu sér í sund og fóru í menningarferð um Borgarfjörðinn þar sem þau heimsóttu Landnámssetrið í Borgarnesi og bjórverksmiðjuna Steðja. Í lok vikunnar fengu þau svo fyrirlestur í CCP þar sem þeim var kynnt leikurinn EVE online og m.a. hvernig fyrirtækið notar upplýsingar um notendur sína í markaðsstarf.
Nemendur og kennarar voru afar ánægðir yfir þeim móttökum sem hópurinn fékk og voru sammála um að námsferðin hafi verið einstök upplifun.
Hópurinn dvaldi að mestu leyti á Hótel Bifröst og naut þjónustu og veitinga þaðan en einnig fóru þau á Hraunsnef sveitahótel til að snæða kvöldverð. Jón Freyr Jóhannson aðjúnkt og Brynjar Þór Þorsteinsson aðjúnkt við viðskiptasvið skólans sáu um að undirbúa komu hópsins og halda utan um hann á meðan hann dvaldi hér á landi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta