Utanríkisráðherra auglýsir styrki til meistaranema 14. janúar 2016

Utanríkisráðherra auglýsir styrki til meistaranema

Utanríkisráðherra auglýsir tvo styrki til ritunar meistaraprófsritgerða um málefni Norðurslóða.

Verkefnin geta t.d. verið á sviði (alþjóða)stjórnmála og –laga, öryggismála, umhverfis- og loftlagsbreytinga, efnahags- og samfélagsþróunar og auðlindanýtingar, sem tengist Norðurslóðum.

Miðað er við lokaverkefni í meistaranámi að lágmarki 30 ECTS einingar og jafnframt við það miðað að verkefnin verði unnin á árinu 2016.

Hvor styrkur er að upphæð kr. 400.000 og verður hann greiddur út í tvennu lagi, 200.000 kr. þegar þriðjungi vinnunnar er lokið að mati leiðbeinanda og 200.000 kr. þegar verkefni er lokið og því skilað.

Í umsókn skal eftirfarandi koma fram:

1. Nafn, heimilisfang og netfang umsækjanda.

2. Lýsing á inntaki rannsóknar, og á hvern hátt hún er fallin

til að varpa ljósi á umfjöllunarefnið, á íslensku og ensku

(300-500 orð á hvoru máli).

3. Tímaáætlun um framvindu, sbr. áðurnefnd tímamörk.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar nk. Umsókn skal send á netfangið postur@utn.stjr.is. Henni skal fylgja ferilskrá umsækjanda og samþykki leiðbeinanda fyrir ritgerðinni sem lokaverkefni.

Umsóknir verða metnar af valnefnd sem ráðherra skipar. Gert verður samkomulag um framvindu og verklok við þá sem fyrir valinu verða. Gert er ráð fyrir að styrkveitandi fái kynningu á niðurstöðum auk prentaðs eintaks af ritgerðinni.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta