Dr. Magnús Árni til Haag 5. janúar 2016

Dr. Magnús Árni til Haag

Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent mun dvelja í Haag í Hollandi á vorönn að þessu sinni, en hann mun leysa af s.k. team leader við Evrópufræðideild The Hague University of Applied Sciences. Bifröst og HUAS hafa átt í góðu samstarfi mörg undanfarin ár og hafa skiptst á kennurum og nemendum um árabil. Magnús mun hafa umsjón með gæðamálum deildarinnar, rannsóknum, endurmenntun kennara og innleiðingu nýrra kennsluaðferða, auk þess að sinna kennslu og rannsóknum, en Magnús mun jafnframt kenna tvö námskeið í fjarnámi í fyrstu lotu vorannar á Bifröst, Samanburðarstjórnmál og Stjórnmál Miðausturlanda. Við óskum Magnúsi góðs gengis í þessu spennandi verkefni og hlökkum til að fá hann aftur til okkar að þessum tíma liðnum.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta