Útskrift Máttur Kvenna 8. desember 2015

Útskrift Máttur Kvenna

Þann 27. nóvember sl. útskrifuðust 8 konur úr Mætti kvenna. Konurnar luku þar með ellefu vikna rekstrarnámi sem sérstaklega er ætlað konum sem vilja bæta við þekkingu sína í rekstri fyrirtækja ásamt því að efla og styrkja tengslanet sín. Þetta er í 24. sinn sem Háskólinn á Bifröst útskrifar konur úr náminu Máttur kvenna en fyrsti hópur kvenna útskrifaðist vorið 2004.