10. desember 2015

Einar Svansson gefur út ljóðabók

Einar Svansson lektor við Háskólann á Bifröst hefur gefið út ljóðabók sem heitir Elddropar og er jafnframt hans önnur ljóðabók. Í tilefni af útgáfu bókarinnar og enskrar útgáfu Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum verður haldið útgáfuhóf að Suðurgötu 10 í Reykjavík. Það er útgáfufélagið Griffla sem gefur út bækurnar. Þess má geta að Jóhannes úr Kötlum var afi Einars. 

Elddropar 

Þetta er önnur ljóðabók höfundar. Yrkisefnin eru klassísk, lífsvilji og dauði, ást og fortíðarfíkn, heimspekilegar hugleiðingar um lífið og tilveruna. Bókin skiptist í tvo hluta, í fyrri hlutanum styttri ljóð en í síðari hlutanum lengri vangaveltur og stemmingar um náttúruna og tilgang lífsins.

Christmas is Coming

Metsölubók fyrir börn sem var fyrst gefin út 1932 og hefur áunnið sér sess í íslenskri jólamenningu og greypst inn í huga Íslendinga. Kvæðin um Jólasveinana, Grýlu og Jólaköttinn koma nú í fyrsta sinn út á ensku í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar á ljóðum Jóhannesar úr Kötlum og teikningum Tryggva Magnússonar.

Háskólinn á Bifröst óskar Einari innilega til hamingju með útgáfuna. 

Nánar um staðsetningu: Suðurgata 10 er beint fyrir aftan Tjarnarbíó, í götunni fyrir aftan. Hýsir nú Háskólann á Bifröst á neðri hæðinni. Bílastæði eru framan við húsið og í Ráðhúsi Reykjavíkur (keyrt inn frá Tjarnargötu) og einnig er oft hægt að finna laus bílastæði í Tjarnargötu eða miðbæ Reykjavíkur.

Viðburðurinn á Facebook hér. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta