Fréttir og tilkynningar

Nýtt fréttabréf komið út
Nýtt fréttabréf komið stútfullt af skemmtilegum fróðleik
Lesa meira
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir með fyrirlestur við þýskan háskóla
Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, lektor á félagsvísindasviði og viðskiptasviði var nýlega í heimsókn við Háskólann í Luneburg í Þýskalandi. Þar hélt hún fyrirlestur um doktorsrannsókn sína sem fjallar um tónlistarfélagsfræðilega tilviksrannsókn á flutningi ensks Bach-kórs á H-moll messunni eftir J. S. Bach.
Lesa meira.jpg?w=640&h=420&mode=crop&scale=both&autorotate=true)
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 13. júní
Næstkomandi laugardag hinn 13. júní kl. 14.00 verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls munu 126 nemendur útskrifast úr grunnnámi og meistaranámi ásamt Háskólagátt og símenntun. Rektor skólans Vilhjálmur Egilsson mun útskrifa nemendur ásamt sviðsstjórum
Lesa meira
Hverju skila brjóstabyltingar?
Mikil gróska er í gangi í íslenskum femínsma, konur geta tekið eignarrétinn á eigin líkama og Reykjavíkurdætur hefðu aldrei náð vinsældum í Danmörku. Þetta og margt annað kom fram á málstofunni Hverju skila brjóstabyltingar? sem fram fór hinn 9. júní að Hverfisgötu 4-6 í Reykjavík í tengslum við BA nám í byltingafræði við Háskólann á Bifröst.
Lesa meira
Nemendur á Bifröst styrktu Umhyggjugönguna
Mánudaginn 8. Júní kom Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður í Keflavík ásamt föruneyti í miklu slagviðri og strekkingsvindi á Bifröst á leið sinni til Hofsóss. Sigvaldi tapaði veðmáli við son sinn um val á íþróttamanni ársins og var búinn að lofa að ganga frá Keflavík til Hofsóss. Hann ákvað að leggja góðu málefni lið í leiðinni og ákvað að safna fé fyrir Umhyggju félagi langveikra barna.
Lesa meira
Hverju skila brjóstabyltingar?
Rúmum tveimur mánuðum eftir brjóstabyltinguna er eins og hún hafi gerst fyrir mörgum árum. Aðgerðir sem vöktu athygli víða erlendis og tóku algerlega yfir umræðuna á Íslandi í nokkra daga, eru nú eins og eitthvað úr fortíðinni, eitthvað sem við getum skoðað og greint í ljósi tímans.
Lesa meira
Eiríkur Bergmann heldur fyrirlestra í Moskvu í tilefni af útgáfu bókar um þróun lýðræðis
Dr. Eiríkur Bergmann er meðal höfunda í bók um framþróun lýðræðis sem ISEPR-stofnunin í Moskvu gefur út. Hann hélt af því tilefni fyrirlestur við Alþjóðaháskólann í Moskvu og ræðir lýðræðismál við fulltrúa á skrifstofu forseta Rússlands.
Lesa meira
Tíu ár af heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði á Bifröst
Háskólinn á Bifröst heldur um þessar mundir upp á það að tíu ár eru liðin frá því að skólinn setti á laggirnar námsbraut í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Á þessum tíma hefur námsbrautin vaxið, dafnað og þroskast og hafa yfir tvöhundruð nemendur útskrifast með BA gráðu í Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) frá Háskólanum á Bifröst. Af þessu tilefni var efnt til afmælisveislu í Iðnó við Reykjavíkurtjörn í gærkvöldi.
Lesa meira
Bryndís Hlöðversdóttir skipuð ríkissáttasemjari
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað Bryndísi Hlöðversdóttur í embætti ríkissáttasemjara til næstu fimm ára. Bryndís var önnur þeirra tveggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til að gegna embættinu að áliti sérstakrar nefndar sem ráðherra skipaði til að leggja mat á hæfni umsækjenda.
Lesa meira