Fréttir og tilkynningar

Samtal um Hörpu-áhrifin
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) í samstarfi við Hörpu stendur fyrir viðburði miðvikudaginn 9. apríl um Hörpu-áhrifin, nýútgefna skýrslu um hagræn áhrif Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss en í haust samdi Harpa við RSG um gerð skýrslunnar.
Lesa meira
Nám með samfélagslega sérstöðu
Hlutverk háskólasamfélagsins og fjölmiðla er nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr, þegar upplýsingaóreiða og óskýrar línur ríkja í alþjóðastjórnmálum. Hjá Bifröst er boðið upp á tvær námslínur sem fjalla einmitt um stöðuna í breyttum heimi - Öryggisfræði og almannavarnir og Áfallastjórnun. Þar til viðbótar býður Bifröst í fyrsta sinn upp á meistaranám í Samskiptastjórnun á tímum þegar upplýsingaóreiða og óljós skil milli fjölmiðla og annarra samskiptamiðla geta verið ógn við samfélag og öryggi.
Lesa meira
Menningarauðlind ferðaþjónustunnar
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, Akureyri.
Lesa meira
Uppskeruhátíð nýsköpunar
Uppskeruhátíð Nýsköpunar hjá Háskólanum á Bifröst verður haldin laugardaginn 5. apríl klukkan 14:00 til 17:00 í Landnámssetri Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi.
Hlekkur á skráningu í frétt.

Skapandi greinar gegna lykilhlutverki í samfélaginu
Vorblað Vísbendingar er tileinkað skapandi greinum. Alls er 22 greinar í blaðinum sem fjalla með fjölbreyttum hætti um menningu og skapandi greinar út frá ólíkum sjónarhornum. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina er meðal þeirra sem eiga grein í blaðinu.
Lesa meira
Akademísk staða í viðskiptadeild
Háskólinn á Bifröst leitar að akademískum starfsmanni í 50-100% stöðu við viðskiptadeild Háskólans.
Lesa meira
Verkefnin framundan hjá Bifröst og Háskólanum á Akureyri
Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.
Lesa meira
Háskólanám í frumkvöðlastarfi
Háskólinn á Bifröst kynnir fyrsta örnámið í frumkvöðlastarfi sem kennt er á Íslandi, í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Kennslan fer fram á ensku og er námið ætlað einstaklingum sem vilja tengjast frumkvöðlasamfélaginu á Íslandi.
Lesa meira
Rannsóknarverkefnið Building Bridges leitar að meistaranema
Rannsóknarverkefnið Building Bridges sem hýst er við Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Háskólann á Bifröst og York St. John University í Bretlandi, og styrkt af Rannsóknasjóði leitar að meistaranema til þess að vinna með rannsóknarhópnum að meistaraverkefni um samfélagstónlist á Íslandi og/eða Kordu Samfóníu.
Lesa meira