Ljósmynd: Landspítalinn

Ljósmynd: Landspítalinn

1. desember 2025

Landspítalinn semur við Bifröst um stöðupróf í íslensku

Landspítalinn og Endurmenntun Háskólans á Bifröst hafa gert með sér samstarfssamning um þróun og framkvæmd stöðuprófa í íslensku sem annað mál fyrir starfsfólk spítalans. Landspítalinn samþykkti nýlega nýja tungumálastefnu og stefnu um íslenskukennslu starfsfólks. Háskólinn á Bifröst er stoltur samstarfsaðili Landspítalans í þessari vinnu.

Innleiðing hefst meðal hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérnámslæknum. Það er starfsfólk í miklum og beinum samskiptum við þá sem nýta þjónustu spítalans. Ný tungumálastefna felur um leið í sér verulegan hvata til starfsfólks þar sem bætt íslenskukunnátta skilar sér í aukinni ábyrgð og hærri launum.

Dr.Helga Birgisdóttir, íslenskukennari hjá Bifröst, sér um þróun og framkvæmd stöðuprófa af hálfu Bifrastar í gegnum Endurmenntun Háskólans á Bifröst. Við hlökkum til samstarfsins við Landspítalann og fá að leggja okkar að mörkum til þess að efla íslenskukunnáttu.

Sem kunnugt er reiðir Landspítalinn sig mjög á erlent starfsfólk. Til að koma til móts við þarfir þess og stuðla að framgangi stefnunnar hefur Landspítalinn gert samning við Háskólann á Bifröst um stöðupróf. Í kjölfarið hefur verið ráðinn íslenskukennari sem mun sjá um að kenna starfsfólki Landspítalans.

Náms- og starfsþróun á einum stað

Samstarf Landspítalans og Bifrastar er liður í metnaði Landspítalinn í að tryggja öryggi sjúklinga og veita starfsfólki sínu framúrskarandi starfsþróun. Með því að gera íslenskukunnáttu að forsendu fyrir framgangi innan nýja flokkunarkerfisins (A til E), fylgir hverri hækkun hærri laun.

Þetta fyrirkomulag skuldbindur spítalann til að koma á innviðum sem leyfa starfsmönnum að læra í vinnutímanum.

Hvetjandi umhverfi fyrir erlenda sérfræðinga

Það er sérstaklega ánægjulegt að Landspítalinn vann stefnuna í samráði við erlent starfsfólk, sem hefur kallað eftir skýrum kröfum og væntingum.

Við hjá Háskólanum á Bifröst erum erum stolf af framlagi skólans sem með sérþekkingu sinni styður við stærstu vinnustaði landsins í að efla íslenskt samfélag, þjónustu og öryggi.