Fréttir og tilkynningar

Veist þú um jólagjöf ársins 2015?
Nú nálgast jólin óðfluga og þau hjá Rannsóknasetri verslunarinnar eru strax farin að hlakka til og hefja jólaundirbúninginn. En jólin er ekki bara kramarhús og kandís. Hjá þeim er hefð fyrir því að gefa út spárit um jólaverslunina auk þess sem þau reyna að spá fyrir um "jólagjöf ársins".
Lesa meira
Sigruðu nýsköpunarkeppnina Ræsing í Fjallabyggð
Þau Sigtryggur Arnþórsson og Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir kynntust í námi á Bifröst en fyrir stuttu unnu þau nýsköpunarkeppnina "Ræsing í Fjallabyggð. Sæunn er útskrifaður viðskiptafræðingur og Sigtryggur er með BS próf í viðskiptalögfræði og er núna í ML námi við Háskólann á Bifröst. Þau unnu nýverið nýsköpunarkeppnina Ræsing í Fjallabyggð með áhugaverða viðskiptahugmynd þar sem þeim var hrósað sérstaklega fyrir vel unna og faglega viðskiptaáætlun. Okkur langaði að vita meira um keppnina og út á hvað viðskiptaáætlunin gengur og tókum því viðtal við þau Sigtrygg og Sæunni um keppnina.
Lesa meira
Framtíðarsetur Íslands stofnað
Framtíðaráskoranir fyrir íslenskt samfélagi verða sífellt meira ögrandi fyrir fyrirtæki, stofnanir og almenning. Er það ekki hvað síst vegna örari tækninýjunga, breytinga á sviði umhverfismála, ógnana á alþjóðavettvangi og félagslegra breytinga sem eiga sér stað.
Lesa meira
Söfnun á Karolina Fund sett af stað til að mennta konur í Tansaníu
Söfnun hefur verið hrundið af stað á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund til að halda annað námskeið undir heitinu Máttur kvenna fyrir fátækar konur í Tansaníu.
Lesa meira
Staða Háskólagáttarnema vegna inntöku í nám í HÍ skýrð
Háskóli Íslands hefur með formlegum hætti skýrt stöðu Háskólagáttar Háskólans á Bifröst gagnvart inntöku nemenda í nám í HÍ. Afstaða HÍ til Háskólagáttar sem er aðfararnám að háskólanámi kemur fram í bréfi rektors HÍ, Jóns Atla Benediktssonar, til Háskólans á Bifröst. Bréfið er niðurstaða af samstarfi milli skólanna um að eyða óvissu um stöðu náms í Háskólagáttinni gagnvart inntöku Háskólagáttarnema í HÍ.
Lesa meira
Nýr málalykill samþykktur af Þjóðskjalasafni
Þjóðskjalasafn Íslands hefur samþykkt málalykil Háskólans á Bifröst fyrir tímabilið 1. janúar 2016-31. desember 2020. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir gæðamál háskólans.
Lesa meira
Máttur Kvenna í Afríku, annar fasi
Annar fasi menntaverkefnisins Máttur kvenna í Afríku (Women Power Africa) er nú í undirbúningi. Í því þjálfa kennarar frá Háskólanum á Bifröst konur í Tansaníu til þess að koma á fót eigin rekstri
Lesa meira
Bifröst tekur þátt í Arctic Circle
Háskólinn á Bifröst hefur skipulagt tvær málstofur um mikilvægi menntunar á strjábýlum svæðum á Norðurslóðum sem hluta af dagsrká Arctic Circle ráðstefnunnar sem fram fer í Hörpu, Reykjavík, dagana 16.-18 október. Málstofurnar eru skipulagðar í samvinnu við University of Arctic og samstarfsaðila í Barrow, Alaska.
Lesa meira
Sjentilmenn gefa leikskólabörnum á Bifröst glaðning
Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst lét gott af sér leiða á dögunum með því að gefa börnum á Leikskólanum Hraunborg smá glaðning líkt og undanfarin fimm ár.
Lesa meira