Fréttir og tilkynningar

Vinnustofa á vegum Félags rannsóknarstjóra á Íslandi 19. október 2016

Vinnustofa á vegum Félags rannsóknarstjóra á Íslandi

Félag rannsóknastjóra á Íslandi stóð nýverið fyrir vinnustofu við Háskólann á Bifröst í samstarfi við EARMA (Félag evrópskra rannsóknastjóra). Dr. Mirjam Siesling frá Háskólanum í Tilburg í Hollandi var gestur vinnustofunnar á vegum EARMA og ræddi um rannsóknastjórnun innan Horizon 2020 áætlunar frá sjónarhóli hug- og félagsvísinda. Einnig fluttu erindi, þær Sigrún Ólafsdóttir frá Rannís og Birna Gunnarsdóttir frá Háskóla Íslands.

Lesa meira
Sjálfbærni á Norðurlöndunum litin gagnrýnum augum 12. október 2016

Sjálfbærni á Norðurlöndunum litin gagnrýnum augum

Dr. Torsten Graap, prófessor við THI viðskiptaháskólann í Ingolstadt, fékk hugmynd að bókinni The Future of the North. Sustainability in the Nordic Countries, þegar hann dvaldi sem gestakennari við Háskólann á Bifröst árið 2014. Bókin mun fjalla um sjálfbærni á Norðurlöndum og er sameiginlegt verkefni hóps fræðimanna.

Lesa meira
Fjölbreytileiki eykur möguleika á góðum hugmyndum 10. október 2016

Fjölbreytileiki eykur möguleika á góðum hugmyndum

Dr. Sherry Robinson, lektor í viðskipta- og hagfræði við Penn State háskólann í Hazleton, Pensylvaníu, er Fullbright gestakennari við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst nú á haustönn. Samhliða vinnur Sherry að rannsókn sinni á notkun leikja í námi.

Lesa meira
Dr. Magnús Árni meðal kaflahöfunda í bók hjá Palgrave Macmillan 27. september 2016

Dr. Magnús Árni meðal kaflahöfunda í bók hjá Palgrave Macmillan

Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst, er einn kaflahöfunda bókarinnar, Public and Social Services in Europe, From Public and Municipal to Private Sector Provision, sem gefin er út á vegum Palgrave Macmillan bókaútgáfunnar.

Lesa meira
Máttur kvenna í Tansaníu kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu 21. september 2016

Máttur kvenna í Tansaníu kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu

Verkefnið Máttur kvenna í Tansaníu vakti athygli á alþjóðlegri ráðstefnu á eyjunni Zanzibar. En eyjan er í Indlandshafinu og hluti af Tansaníu. Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, sviðsstóri þróunar- og alþjóðasviðs Háskólans á Bifröst, sem hefur leitt verkefnið, kynnti niðurstöður rannsóknar sem unnin var í tengslum við verkefnið.

Lesa meira
Skiptinemar setja svip sinn á háskólalífið á Bifröst 15. september 2016

Skiptinemar setja svip sinn á háskólalífið á Bifröst

Á hverju ári sækist hópur nemenda víðsvegar um heim eftir því að stunda skiptinám við Háskólann á Bifröst. Skiptinemarnir nú á haustönn eru alls 31 og koma frá 13 löndum. Þar af stunda nú átta nemendur frá Asíu nám við Háskólann á Bifröst og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Lesa meira
Þjónandi forysta nýtt jafnt í einkalífi sem starfi 13. september 2016

Þjónandi forysta nýtt jafnt í einkalífi sem starfi

Vísindaþing um þjónandi forystu, Global Servant Leadership Research Roundtable, var haldið nýverið við Háskólann á Bifröst. Þar komu saman nokkrir af fremstu fræðimönnum heims í greininni og byggðist dagskráin upp á fyrirlestrum og pallborðsumræðum.

Lesa meira
Nýr starfsmaður á sviði annarrar menntastarfssemi 12. september 2016

Nýr starfsmaður á sviði annarrar menntastarfssemi

Jóhannes Baldvin Pétursson hefur verið ráðinn starfsmaður inn á nýtt svið annarrar menntastarfsemi. Hann er ráðinn í 50% starf og mun fyrst í stað hafa umsjón með námskeiðum sem eru í gangi hverju sinni.

Lesa meira
Nýlendustefnuna þarf að berja til baka 8. september 2016

Nýlendustefnuna þarf að berja til baka

Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, skrifar grein á fréttavef Skessuhorns undir fyrirsögninni Nýlenduarðurinn. Í greininni.segir Vilhjálmur nýlenduarð íbúðaeigenda á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1995 vera um 1.000 milljarðar króna en arðurinn felist í því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað tvöfalt meira en almennt verðlag á þessum tíma.

Lesa meira