Fréttir og tilkynningar
31. janúar 2018
Konur sem starfa við Háskólann á Bifröst klæðast svörtu
Konur sem starfa við Háskólann á Bifröst brugðust við hvatningu frá stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu og klæddust svörtu í dag. Stjórn félagsins hvatti allar konur í atvinnulífinu til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar til að sýna samstöðu og stuðning við #metoo byltinguna.
Lesa meira
24. janúar 2018
Vinnuhelgi grunnnema um helgina
Þann 25. – 28. janúar verður vinnuhelgi grunnnema við Háskólann á Bifröst. Vinnuhelgar eru fastur liður í náminu en þá mæta nemendur á Bifröst, sækja tíma, vinna verkefni og oft á tíðum koma gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu.
Lesa meira
19. janúar 2018
Skráning stendur yfir í Mátt kvenna
Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Hefur námið átt miklum vinsældum að fagna og frá árinu 2004 hafa yfir 1000 konur útskrifast úr náminu. Góð aðsókn var í Mátt kvenna á síðustu önn en 30 konur útskrifuðust þann 14. desember síðastliðinn.
Lesa meira
17. janúar 2018
Aldarafmæli Háskólans á Bifröst
Háskólinn á Bifröst verður 100 ára á þessu ári en hann var upphaflega stofnaður á grunni Samvinnuskólans 3. desember árið 1918 í Reykjavík. Skólinn var fluttur á Bifröst árið 1955 og hefur verið starfræktur þar síðan. Í tilefni aldarafmælisins hefur verið sett saman fjölbreytt og skemmtileg dagskrá sem raðast niður á árið.
Lesa meira
10. janúar 2018
Breyttur viðtalstími náms- starfsráðgjafa
Náms- og starfsráðgjafi Háskólans á Bifröst er Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og býður hún upp á viðtöl á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá kl. 8 – 15. Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Bifröst er staðsett á fyrstu hæð í húsnæði skólans, Hamragörðum. Einnig er boðið upp á viðtöl á starfstöð Háskólans á Bifröst að Suðurlandsbraut 22 á fyrirfram auglýstum dagsetningum.
Lesa meira
9. janúar 2018
Fjölbreyttur hópur skiptinema á vorönn 2018
Á hverju ári sækist hópur skiptinema víðsvegar um heim eftir því að stunda skiptinám við Háskólann á Bifröst. Skiptinemar nú á vorönn eru 30 talsins og koma þeir m.a. frá Bangladesh, Japan, Suður Kóreu, Þýskalandi, Frakklandi, Taiwan, Mexico og Canada. Þetta er því mjög fjölbreyttur hópur að þessu sinni og margir nemarnir langt frá heimabyggð. Skiptinemarnir hræðast greinilega hvorki myrkur eða kalt veður en þeir eru þegar farnir að ferðast um héraðið og skoða náttúrfegurð Íslands í vetrarbúningnum.
Lesa meira
8. janúar 2018
Nýr starfsmaður við þróunar- og alþjóðasvið
Lara Pázmándi hefur verið ráðin við alþjóða- og þróunarsvið Háskólans á Bifröst. Hún hefur störf núna um áramótin og mun starfa með Karli Eiríkssyni alþjóðafulltrúa háskólans. Lara mun meðal annars sinna samskiptum við skiptinema, starfsmannaskiptum, fyrirspurnum um nám og aðstoða við ýmis önnur verkefni.
Lesa meira
3. janúar 2018
Góð aðsókn í nám á vorönn við Háskólann á Bifröst
Mjög góð aðsókn er í nám á vorönn 2018 við Háskólann á Bifröst en ríflega hundrað umsóknir hafa borist. Formlegum umsóknarfresti lauk þann 10. desember síðastliðinn en umsóknir eru enn að berast skólanum og farið verður yfir þær allar. Mest aukning er á umsóknum í meistaranám en búast má við töluvert fleiri innritunum nú á vorönn en á sama tíma fyrir ári síðan.
Lesa meira
15. desember 2017
Útskrift úr Mætti kvenna
Þann 14. desember síðastliðinn útskrifuðust 30 konur úr Mætti kvenna. Um er að ræða 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Hefur námið átt miklum vinsældum að fagna allt frá árinu 2004 og hafa nú rúmlega 900 konur útskrifast úr náminu.
Lesa meira