30 ára útskriftarafmæli
Um liðna helgi fór útskriftarárgangur 1988 í ferð í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá útskrift, en árgangurinn er annar tveggja sem útskrifuðust með stúdentspróf frá Bifröst. Afmælinu var fagnað að Löngumýri í Skagafirði þar sem meðal annars var keppt í kubba- og staurakasti. Á laugardeginum var móttaka í mjólkursamlagi KS þar sem Samvinnufræðin voru rifjuð upp. Rúsínan í pylsuendanum var svo hátíðarkvöldverður að Löngumýri en þar var mikið hlegið og margar ódauðlegar sögur rifjaðar upp.
Það var hann Gísli Einarsson sjónvarpsmaður sem var svo hugulsamur að senda þessar myndir og upplýsingar. Vilja fulltrúar Háskólans á Bifröst hvetja aðra útskriftarhópa til þess að senda upplýsingar um álíka útskriftaferðir og myndir. Það er mikilvægt að vita af þessum samheldnu hópum sem myndast hafa við nám við skólann.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta