Mikið fjör á árshátíð nemendafélagsins 21. mars 2018

Mikið fjör á árshátíð nemendafélagsins

Árshátíð nemendafélags Háskólans á Bifröst fór fram föstudaginn 16. mars. Var samkoman vel heppnuð í alla staði en um 80 veislugestir skemmtu sér konunglega undir veislustjórn Jóels Sæm og Tryggva Rafns. Maturinn var einstaklega ljúffengur og skemmtiatriðin fjölbreytt og skemmtileg. Hápunktur kvöldsins var frumflutningur á myndbandi sem skemmtinefndin hafði tekið upp í tilefni kvöldsins. Að endingu steig á svið Hlynur Ben ásamt hljómsveitinni Upplifun og hélt uppi stuðinu til klukkan 3.00 um nóttina.

Kosið var í stjórn nemendafélagsins. Nýr formaður er Steinþór J. Gunnarsson, varaformaður Bryndís Birgisdóttir, gjaldkeri Ásmundur Ásmundsson, Hagsmunafulltrúi nemenda Leifur Finnbogason, upplýsinga og kynningarfulltrúi Viktor Örn Guðmundsson og skemmtanastjóri er Benedikt Svavarsson.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta