Mikið fjör á árshátíð nemendafélagsins 21. mars 2018

Mikið fjör á árshátíð nemendafélagsins

Árshátíð nemendafélags Háskólans á Bifröst fór fram föstudaginn 16. mars. Var samkoman vel heppnuð í alla staði en um 80 veislugestir skemmtu sér konunglega undir veislustjórn Jóels Sæm og Tryggva Rafns. Maturinn var einstaklega ljúffengur og skemmtiatriðin fjölbreytt og skemmtileg. Hápunktur kvöldsins var frumflutningur á myndbandi sem skemmtinefndin hafði tekið upp í tilefni kvöldsins. Að endingu steig á svið Hlynur Ben ásamt hljómsveitinni Upplifun og hélt uppi stuðinu til klukkan 3.00 um nóttina.

Kosið var í stjórn nemendafélagsins. Nýr formaður er Steinþór J. Gunnarsson, varaformaður Bryndís Birgisdóttir, gjaldkeri Ásmundur Ásmundsson, Hagsmunafulltrúi nemenda Leifur Finnbogason, upplýsinga og kynningarfulltrúi Viktor Örn Guðmundsson og skemmtanastjóri er Benedikt Svavarsson.